Laufey fararstjóri

Laufey fararstjóri

 
Laufey Helgadóttir fararstjóri 
Laufey Helgadóttir
, listfræðingur og leiðsögumaður býr og starfar í París og Reykjavík. Hún er íslenskum ferðamönnum að góðu kunn, en hún hefur starfað sem fararstjóri í París árum saman og leiðsagt Íslendingum um sjónvíddir og kima borgarinnar.  
 
Hún er öllum hnútum kunnug i borginni og þekkir hana betur en margur annar. Laufey vinnur einnig við leiðsögn á Íslandi fyrir erlenda ferðamenn á sumrin, en ásamt því hefur hún skrifað greinar um myndlist, unnið við að skipuleggja sýningar, en hún var m.a. sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum árin 2003 og 2005.  
 
Laufey lauk leiðsöguprófi á Íslandi árið 1972 og í Frakklandi 1995 og er þess vegna með leiðsöguréttindi í báðum löndum. Hún er eini Íslendingurinn með leiðsöguréttindi í París og reyndar í öllu Frakklandi.
 
 
 
 
 


  
 

 

Tengdar ferðir