Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
12. júní           Flug til Frankfurt – ekið til MóselVínsafnið í Kues

Flogið verður með Icelandair til Frankfurt þann 12. júní. Brottför frá Keflavík kl. 07.25, en mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst fyrir brottför. Lending í Frankfurt kl. 12.50 að staðartíma. Frá flugvellinum í Frankfurt eru um 150 km að Móseldalnum svo gera má ráð fyrir að rútuferðin taki innan við tvo tíma.

 
 
13. júní           Bernkastel - Kues

Við röltum í hlíðum Móseldalsins á grösugum engjum og gegnum kyrrláta skóga. Frá dalbrúninni njótum við útsýnis yfir ánna. Bernkastel - Kues er vinsæll ferðamannabær með huggulegum gömlum húsum í miðbæjarkjarnanum. Bærinn er mitt í vínhéraðinu og því er tilvalið kynna sér framleiðslu héraðsins í Vínsafninu. Mósel er elsta vínræktarhérað Þýskalands og því hefur safnið mörgu að miðla. Á safninu gefst fólki kostur á að smakka yfir 100 víntegundir af svæðinu. Farið verður tilbaka á hótelið með strætó.
 
          Vegalengd: ca. 12 km

 
 
14. júní           ÜrzigÜrzig

Í dag göngum við lítinn hring meðfram vínökrunum til þorpsins Ürzig. Hér fáum við leiðsögn um jurtagarðinn með fagmanni sem fræðir okkur um nokkrar af þeim 1.000 plöntum sem hér er að finna. Garðurinn er í stöllum í hlíðinni og hefur mikið af plöntum frá miðjarðarhafslöndum. Á áframhaldandi göngu okkar sjáum við stærstu brúarsmíði Þýskalands, Móseldalbrúna. Við komum svo að gamla Macher klaustrinu, sem í dag hýsir brugghús og leikfangasafn. Hér er tilvalið að fá sér hressingu. Loks göngum við aftur til Zeltingen-Rachtig yfir Mósel á lítilli brú.
 
          Vegalengd: ca. 12 km

 
 
15. júní           Traben-TrarbachTraben-Trarbach

Í dag upplifum við sem fyrr dásamlegt útsýni yfir ána frá ýmsum sjónarhornum. Við komum til bæjarins Traben-Trarbach sem frægur er fyrir fallegar byggingar í Jugend stíl. Eftir að hafa rölt um bæinn og myndað í bak og fyrir, er möguleiki að skoða Buddha safnið. Við siglum svo tilbaka eftir Móselánni og njótum þess að horfa á landslagið líða hjá.
 
          Vegalengd: ca. 16 km

 
 
16. júní           Frjáls dagur

Þennan dag er tilvalið að láta hugsanlegar harðsperrur líða úr sér og njóta þess sem heilsulind hótelsins hefur upp á að bjóða, fá sér vínglas á veröndinni eða kynna sér nágrennið á eigin vegum. Einnig er möguleiki á að fara til Trier og kíkja á borgarlífið.

 
 
17. júní           EifelEldfjallasvæðið Eifel

Í dag er ekið til eldfjallasvæðisins Eifel. Margir gígar eru á svæðinu, flestir fylltir vötnum Eldfjallajarðvegurinn er sérlega frjósamur. Við förum hér í skoðunarferð með einskonar Grasaguddu, sem er fjölkunnug um virkni jurtanna og getur miðlað mörgu. Á göngu með henni munum við safna jurtum sem við notum svo við að útbúa saman bragðgóðan hádegisverð handa okkur öllum. Eftir það er ekið tilbaka.
 
          Vegalengd göngu: ca. 6 km

 
 
18. júní           Vínakrar Kröv

Við tökum strætó til Kröv þar sem sendiherra menningar og vínyrkju tekur á móti okkur. Hann mun fylgja okkur um vínakrana og við fáum að smakka vínin þar sem þau urðu til. Við fræðumst um sögu Riesling vínsins og um vínyrkju almennt. Við heimsækjum loks brugghús þar sem líkjör er framleiddur. Eftir að hafa fengið okkur hressingu förum við tilbaka á hótelið með skipi.
 
          Vegalengd göngu: ca. 5 km

 
 
19. júní           Flug til Keflavíkur

Að loknum morgunverði höldum við á flugvöllin í Frankfurt. Brottför frá Frankfurt 14.00 og lending í Keflavík 15.35 að staðartíma.

 
 
Fararstjóri getur fært dagleiðir milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.

 Hotel Deutschherrenhof
 
 
Gisting: Hotel Deutschherrenhof

Þetta huggulega 3-4* sveitahótel er í rómantíska bænum Zeltinger-Ratig á útsýnisstað á bökkum Móselárinnar. Áhersla er lögð á góðan mat og auðvitað Mósel vín á hótelinu. Herbergin eru rúmgóð, björt og að sjálfsögðu öll með sturtu eða baði, hárþurrku, síma, sjónvarpi, öryggishólfi og ókeypis þráðlausu neti. Á hótelinu er að finna heilsulind með ýmsum gufubaðsgerðum, þar sem tilvalið er að láta líða úr sér eftir góða göngu. Boðið er upp á ýmsar heilsumeðferðir gegn gjaldi. Hótelið hefur fallega verönd með útsýni yfir Móselánna.

 
  
 
Verð: 219.800 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 19.900 kr.

 
 Trítlað við Mósel
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Ferðir á milli flugvallarins í Frankfurt og hótelsins í Zeltingen-Rachtig
• Gisting í tveggja manna herbergi með baði á 3* stjörnu hóteli.
• Morgun- og kvöldverður allan tímann á hóteli.
• Leiðsögn sérfræðings um kryddjurtagarð.
• Fræðsla, jurtir, leiðsögn grasakonu og hádegisverður í Eiffel.
• Fræðsla, vín, líkjör og snarl hjá vínsendiherra.
• Sigling frá Traben-Trarbach til Machern klausturs.
• Sigling frá Kröv til Zeltingen-Rachtig.
• Strætisvagnaferðir nefndar í leiðarlýsingu.
• Rútuferð til Gillenfeld í Eifel og tilbaka.
• Leiðsögn staðarleiðsögumanns í gönguferðum.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir, klaustur og kirkjur. Hádegisverðir nema einn á 17. júní og þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Leikfangasafnið í Macher klaustri, ca. € 3. Aukavínprufa hjá víngerð í Mósel ca. € 12. Hádegisverður hjá víngerðinni ca. € 14. Búddasafnið með te athöfn ca. € 14.

  
 
 

 

Tengdar ferðir