Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
27. maí           Flug til Færeyja – Akstur til ÞórshafnarSaksun

Brottför frá Reykjavík kl. 14:00. Mæting á Reykjavíkurflugvöll í síðasta lagi 1 klst. fyrir brottför. Lending í Vágum kl. 16:25 að staðartíma, en þaðan er um 40 mín. keyrsla til Þórshafnar. Gist verður allar fjórar næturnar á Hótel Föroyar.

 
 
28. maí           Straumey & Austurey

Þórshöfn er á Straumey, en Straumey og Austurey teljast vera meginland Færeyja. Í dag heimsækjum við nyrstu byggðir þessara eyja. Við ökum til Saksun, en þar var áður fyrr góð höfn en þröng aðkoma milli ægifagurra, þverhníptra fjalla. Í Saksun er gamla bóndabýlið Dúvugarður sem er nú minjasafn og við ætlum að skoða það og litlu kirkjuna. Við förum yfir til Tjörnuvíkur, sérlega vinalegs þorps með útsýni til Risans og Kerlingarinnar sem eru tveir drangar yst á flóanum milli Austureyjar og Straumeyjar. Um þau er til skemmtileg þjóðsaga sem tengist Íslandi. Við höldum áfram yfir Sundini um Eiði til Gjógv sem er lítil byggð nyrst á Austurey. Þar snæðum við hádegisverð í Gjárgarði sem er afar fallegt hótel með torfþaki eins og margar nútímabyggingar í Færeyjum. Höfnin og umhverfið allt er rómað fyrir náttúrufegurð. Ökum svo Funningsfjörð aftur til Þórshafnar. Um kvöldið velja gestir sér einhvern af hinum fjölmörgu spennandi veitingastöðum í Þórshöfn og skoða mannlífið á laugardagskvöldi í bænum.

 
 
29. maí           Borðey, Klakksvík, Viðey & ViðareiðiKirkjubær

Í dag förum við til Klakksvíkur á Borðey, næst stærsta bæjar Færeyja. Bærinn stendur á tveimur eyrum sem mætast í miðju og var heldur afskekktur þar til Norðureyjagöngin komu til sögunnar.Við skoðum okkur um í gamla bænum og lítum m.a. inn í Christianskirkju, sem var vígð árið 1963 og þykir ein glæsilegasta kirkja Færeyja. Við ökum lengra norður til Viðeyjar, en þar er nyrsta byggð eyjanna, Viðareiði og loks til Austureyjar, þar sem við heimsækjum Götu. Þrándur í Götu, ein aðalpersóna Færeyinga sögu átti heima hér um árið 1000.

 
 
30. maí           Kirkjubær og Tinganes

Ekið verður til Kirkjubæjar sem er merkasti sögustaður eyjanna og verða miðaldakirkjurnar tvær, Magnúsarkirkja og Ólavskirkja, skoðaðar. Litið verður á Reykstovuna, sem er í grunninn elsta timburhús í heimi sem enn er búið í. Eftir hádegi skoðum við okkur um á þeim sögufræga stað Tinganesi þar sem Færeyingar stofnuðu þing árið 900 og færeyska landsstjórnin hefur nú aðsetur sitt. Síðan er frjáls dagur í Þórshöfn. M.a. möguleiki að fara með ferju út í Nólsey, 20 mín ferð frá Þórshöfn.

 
 
31. maí          Sandavogur, Gásadalur og flug til ÍslandsFæreyjar Þórshöfn

Seinni part dagsins yfirgefum við Færeyjar, en við notum morguninn vel á leiðinni á flugvöllinn og skoðum kirkjuna í Sandavogi. Svo ökum við göngin út í Gásadal, sem var ein síðasta byggðin til að komast í vegasamband í Færeyjum. Í Gásadal ber að líta einstaklega fallegan foss sem steypist frá klettabrúninni niður í sjóinn. Mæting á flugvöllinn í Færeyjum kl 14.50, brottför 15.50. Lent í Reykjavík kl. 16.15.

 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
 
Við viljum benda farþegur sérstaklega á tvær áhugaverðar bækur um Færeyjar: 

• Eyjarnar átján: dagbók úr Færeyjaferð 1965. Höfundur Hannes Pétursson og útgefandi Menningarsjóður.
• Lönd og lýðir eftir Gils Guðmundsson. Útgefin árið 1968 af Bókaútgáfu Menningarsjóðs.

 
  
 
Verð: 179.800 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 34.400 kr.

Þórshöfn


 
 
Innifalið: 

• Flug með Flugfélagi Íslands og flugvallarskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgunverður á hótelinu.
• Þrír kvöldverðir.
• Einn hádegisverður.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn á söfn, í kirkjur og í siglingar. Hádegisverðir. Þjórfé.

 

 
 
 
 
 
 
 
Ferðaskilmálar Bændaferða
  
 
 

 

Tengdar ferðir