Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
8. september           Flug til HelsinkiTallinn, höfuðborg Eistlands

Brottför frá Keflavík kl. 07.30. Mæting í Leifsstöð um 2 klst. fyrir brottför. Lending í Helsinki kl. 13.50 að staðartíma. Eftir stutta skoðunarferð um miðborg Helsinki tekur við tveggja tíma sigling yfir til Tallinn en þar verður gist næstu tvær nætur.

 
 
9. september           Skoðunarferð um Tallinn

Í dag verður farið í skoðunarferð um Tallinn, höfuðborg Eistlands. Þessi fallega og rómantíska borg er um 800 ára gömul, með þröngum steinlögðum götum og sögulegum miðaldabyggingum. Tallinn er ein best varðveitta miðaldaborg í Norður-Evrópu og er á heimsminjaskrá UNESCO. Þrátt fyrir ríkan miðaldablæ hennar er hún einnig með alþjóðlegt yfirbragð, enda hefur borgin tekið miklum breytingum á síðustu tíu árum. Að lokinni skoðunarferð gefst frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum.

 
 
10. september           Tallinn – PétursborgRússneskir listamenn munu skemmta

Eftir morgunverð ökum við til Pétursborgar í Rússlandi, sem er í um 380 km fjarlægð frá Tallinn. Á leiðinni munum við snæða saman hádegisverð. Við komuna til Pétursborgar tekur við smá skoðunarferð, þar sem við munum skoða m.a. dómkirkju heilags Ísaks, sem tók 40 ár að byggja og 18 ár að skreyta. Byggingu hennar lauk árið 1858. Í kvöld snæðum við glæsilegan kvöldverð í Síðustu höllinni þar sem rússneskir listamenn munu skemmta. Í St. Pétursborg munum við gista næstu fjórar nætur.

 
 
11. september           Pétursborg

Að loknum morgunverði hefjum við daginn á skoðunarferð um miðbæinn. Því næst verður haldið að virki heilags Péturs og Páls þar sem allir meðlimir Rómanov fjölskyldunnar eru grafnir. Í raun og veru má rekja upphaf borgarinnar til virkisins sem Pétur mikli lét reisa. Eftir hádegisverð heimsækjum við einnig Vetrarhöllina, sem byggð var á árunum 1754–1762 og var heimili rússnesku keisaranna. Í dag hýsir höllin Hermitage safnið, sem er eitt mesta listaverkasafn í heimi. Safnið geymir um 3 milljónir verka og státar m.a. af verkum eftir Rembrandt, Picasso og marga fleiri þekkta listamenn.

 
 
12. september           Leníngrad minnismerkið – PeterhoffPeterhoff

Við munum hefja leiðangur dagsins á því að skoða minnismerkið um 900 daga umsátrið um Leníngrad, en þar er magnþrungið andrúmsloft sem snertir marga mjög djúpt. Næsti áfangastaður er Peterhoff, en þar er hinn frægi og einstaklega fallegi gosbrunnagarður sem löngum hefur verið borinn saman við garðana í Versölum. Höllin í Peterhoff var ein af uppáhalds sumardvalarstöðum keisaranna og garðarnir eru hreint ólýsanlegir. Við endum daginn í stórveislu á veitingastaðnum Podvorija þar sem boðið verður upp á 5 rétta rússneskan málsverð með skemmtidagskrá.

 
 
13. september          Frjáls tími

Í dag gefst hverjum og einum frjáls tími til að skoða Pétursborg á eigin vegum. Upplagt er að sigla um síkin, fara í Rússneska safnið, skoða Blóðkirkjuna eða einfaldlega njóta iðandi mannlífs í miðborginni.

 
 
14. september           HeimferðHelsinki

Við hefjum daginn mjög snemma og brunum með Allegro hraðlestinni á 220 km hraða frá Pétursborg til Helsinki. Ferðin tekur um 3,5 klst. Brottför er kl. 06.40 og er áætluð koma til Helsinki kl. 10.16. Í Helsinki fáum við smá tíma til þess að skoða miðbæinn og er upplagt að fá sér hressingu áður en haldið er út á flugvöll. Flug frá Helsinki kl. 15.35 og lending í Keflavík kl. 16.00 að íslenskum tíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
  
 
Verð: 209.800 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 32.200 kr.

 
 Rússnesk Babúska
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Gisting í 6 nætur í 2ja manna herbergi með baði.
• Ferja frá frá Helsinki til Tallinn.
• Allar skoðunarferðir samkvæmt ferðalýsingu.
• 6 morgunverðir.
• 2 hádegisverðir.
• 2 kvöldverðir – stórveislur með skemmtiatriðum og drykkjum.
• Aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.
• Vegabréfsáritun til Rússlands.

 
 
Ekki innifalið:

Aðrar máltíðir en þær sem nefndar eru undir innifalið. Þjórfé.

 

 

 

Ferðaskilmálar Bændaferða
 
 
 
 

 

Tengdar ferðir