MS Van Gogh

MS Van Gogh

Skipið, sem er fimm akkera, varð partur af flota franska útgerðarfyrirtækisins Croisi Europe árið 1999 og en árið 2018 fékk það glæsilega yfirhalningu. Skipið tekur hámark 100 farþega. Káeturnar eru rúmar og allar með tveimur rúmum eða hjónarúmi, sér baðherbergi með sturtu, loftkælingu, hárþurrku, sjónvarpi, öryggishólfi og stórum útsýnisglugga. Á aðalþilfari eru káetur með frönskum opnanlegum svölum. Á aðalþilfarinu er að finna huggulega setustofu með bar og glæsilegum veitingastað þar sem morgun-, hádegis - og kvöldverður er borinn fram. Á sólarþilfarinu eru sólbekkir en einnig eru þar borð og stólar. Fullt fæði er innifalið og eins allir drykkir með mat og á barnum meðan á siglingu stendur. 




Póstlisti