Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

2. október           Keflavík – New York – LimaDagur í Lima

Flug með Icelandair frá Keflavík kl. 10.30. Mæting í Leifsstöð rúmlega 2 klst. fyrir brottför. Lending í New York kl. 12.25 að staðartíma en flugið tekur um 6 klst. Síðla kvölds er flogið áfram til Lima kl. 23:45 í um 7,5 tíma næturflug. Farþegar geta fengið sér hvíldarherbergi á hóteli í nágrenni við flugvöll milli fluga.

 
 
3. október           Dagur í Lima      (M / K)

Lent snemma morguns í Lima og farið beint á hótel til innritunar, þar sem við fáum morgunverð og jöfnum okkur eftir flugið áður en haldið verður í skoðunarferð síðdegis. Lima, sem er höfuðborg Perú, liggur fyrir miðju á strandlengju Perú. Borgin er kölluð borg konunganna, þó konungur hafi aldrei ríkt þar í raun. Þetta vísar til hlutverks borgarinnar á nýlendutímanum þegar Spánverjar réðu lögum og lofum. Í Lima er að finna skemmtilega blöndu af hraða nútímans og fornum listrænum gersemum. Nútímaleg íbúðahverfi í Lima markaður með handunna munipraktískum byggingarstíl eru rétt við gamlar kirkjur og villur í skrautlegum nýlendustíl, sem býr til hrópandi ósamræmi í umhverfinu – en þetta er Lima.
 
Farið verður í skoðunarferð, sem hefst á Plaza de Armas þar sem við sjáum m.a. stjórnarhöllina og dómkirkjuna. Eftir heimsókn í gamla bæinn er haldið áfram í viðskiptahverfin Miraflores og San Isidro þar sem er stórkostlegt útsýni yfir hafið. Gist í Lima í 2 nætur.
 
 
4. október           Dagur í Lima      (M / H)

Um morguninn skoðum við Larco Herrera einkasafnið en það hefur að geyma ýmsa handunna muni sem tengjast sögu og menningu landsins fyrir daga Kólumbusar í Ameríku. Þar má m.a. finna 45 þúsund keramikgripi en sumir þeirra eru þekktir fyrir erótískan undirtón. Einnig má sjá textílvefnað, skartgripi og útskorna steina. Við borðum saman hádegismat á safninu, eftir að hafa skoðað þessa spennandi gripi. Síðdegis verður frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum.

 
 
5. október           Lima - Cusco      (M / H)Lama- og alpacadýr

Flogið verður frá Lima snemma dags og lent um einum og hálfum tíma síðar í Cusco. Leið okkar liggur til Awanakancha en þar kynnumst við ýmsum dýrategundum af kameldýraætt, t.d. lama- og alpacadýr, en þessar dýrategundir eiga uppruna sinn í Andesfjöllunum. Alpaca ullin er víðfræg og munum við fylgjast með heimamönnum nota sína ævafornu tækni til að búa til einstakar vefnaðarvörur. Aðeins lengra er fagri bærinn Pisac, þar sem Inka- og nýlenduáhrif hafa samtvinnast í fullkomnu jafnvægi og tengst einstökum lifnaðarhætti íbúanna á áberandi hátt í gegnum árin. Hér gefst færi á að kanna bæinn, sem er frægur fyrir markað með listrænt handverk, eins og skartgripi, keramik og vefnaðarvöru.
Gist í 2 nætur í nágrenni við bæinn Pisac.  

 
 
6. október           Sacred Valley      (M / H)

Þennan dag skoðum við Sacred Valley - „Hinn helga dal Inkanna“, frá skemmtilegu sjónarhorni. Við heimsækjum Chinchero saltnámur í Maras þar sem við kynnum okkur hina fornu hætti og vinnulag Inka við námugröft. Í Maras er þjóðflokkur sem býr í hellum. Eftir góðan hádegismat heldur leið okkar áfram til litla þorpsins Ollantaytambo, eina þorps Inkamenningarinnar sem enn er í byggð. Fyrir ofan Ollantaytambo gnæfa rústir kastala en þorpið er byggt á stöllum og býr yfir merkilegu áveitukerfi.

 
 
7. október           Sacred Valley – Machu Picchu      (M / H / K)

Í dag skellum við okkur í lestarferð frá Ollantaytambo til Machu PicchuAguas Calientes. Þá kemur að því sem allir Perúfarar verða að sjá; Machu Picchu. Borgin er á stórkostlegum fjallstoppi hátt yfir Rio Urubamba-gilinu. Hvöss strýta Huayna Picchu gnæfir yfir borginni og allt er umlukið háum fjallgarði, sem oft er hulinn þoku. Farið verður með rútu á stað þar sem sjálf Inkaborgin blasir við okkur, en þar bjuggu eitt sinn um 15.000 íbúar. Þessi týnda borg, bókstaflega grafin í skógarkjarr, fannst ekki aftur fyrr en árið 1911. Við förum í skoðunarferð um borgina og sjáum hvernig ýmsar gerðir húsa voru byggð af einstakri nákvæmni. Gistum í eina nótt í Aguas Calientes sem er þorpið við rætur Machu Picchu.

 
8. október           Machu Picchu – Cusco      (M)

Við Machu Picchu er margt að sjá og í seinni heimsókn okkar þangað eigum við möguleika á að kanna hin ýmsu svæði borgarinnar og upplifa þennan einstaka stað.  Hægt er að ganga upp að sólarhliðinu eða út að steinbrúnni sem byggð er inn í klettaveginn og var ein af tengileiðunum inn í borgina. Þeir sprækustu geta vaknað fyrir allar aldir og tekið fyrstu ferð upp til Machu Picchu til að ganga upp á tignarlega klettatindinn sem gnæfir yfir Machu Picchu, Huayna Picchu. Aðgangur upp á Huayna Picchu er takmarkaður og því þarf að panta aðgangsmiða við bókun á ferðinni, en hafa þarf í huga að leiðin upp er nánast einstigi og brött. Við tindinn eru rústir af stjörnuskoðunarhúsi sem Inkarnir byggðu og útsýnið niður á Machu Picchu stórkostlegt. Eftir góðan tíma í Machu Picchu tökum við svo lestina tilbaka og verðum komin rétt fyrir kvöldmat til Cusco þar sem við gistum í 2 nætur.

 

9. október           Cusco      (M / K)

Cusco, fyrrum höfuðborg Inkaríkisins

Frjáls tími um morguninn til að hvíla sig og safna kröftum. Eftir hádegi verður farið í skoðunarferð um Cusco, fyrrum höfuðborg Inkaríkisins og sjáum við ýmislegt forvitnilegt. Dómkirkjan á Plaza de Armas torginu skoðuð og farið verður að mikilvægasta stað Inkaríkisins, torg sólardýrkunarinnar. Þar stendur St. Domingo-kirkjan í dag, sem áður kallaðist Koricancha eða sólhofið og var skrautlegasta byggingin í Cusco. Við skoðum rústirnar í Sacsayhuaman, sem eru þekktar fyrir sinn risavaxna steinarkitektúr en einnig liggur leið okkar að Kenko, með steinaltari í formi fjallaljóns. Við sjáum rauða virkið í Puca-Pucara og loks Tambomachay. Endum góðan dag á að borða góðan kvöldmat með þjóðlegum skemmtiatriðum.

 
 
10. október           Cusco – La Paz      (M / H / K)

Um morguninn verður flogið frá Cusco til La Paz í Bólivíu, Við La Paz götunaen við lendum þar í hádeginu og byrjum á því að fá okkur hádegisverð. La Paz liggur í um 4.000 metra hæð og er þar með hæsta höfuðborg í heimi. Borgin stendur við rætur hins snævi þakta fjalls Illimani sem trónir yfir umhverfinu. Það er hægt að segja um La Paz að engin önnur borg sýni líf upprunalegu íbúanna á eins sterkan hátt. Farið verður í hálfsdags bæjarferð þar sem við göngum m.a. um „nornamarkaðinn“ svokallaða og skoðum San Francisco kirkjuna frá nýlendutímanum, sjáum handverksverslanirnar í Sagarnaga götu og Murillotorg þar sem ýmsar merkar byggingar standa. Ekki má gleyma Jaen Street nýlenduhverfinu með öllum sínum spennandi söfnum. Bæjarhlutarnir Obrajes, Florida og Calacoto verða sóttir heim, en skoðunarferðinni líkur í Tungldalnum, þar sem við förum í smá göngutúr og sjáum keramikverkstæði. Gist í La Paz í 2 nætur.

 
 
11. október           La Paz      (M / H / K)

Eftir morgunverð ökum við um 72 km leið til hinnar fornu Hin forna borg Tiwanaku borgar Tiwanaku sem er að finna við suð-austurenda Titicaca vatns. Við byrjum á því að skoða minjar Tiwanaku sem var hin trúarlega og stjórnarlega miðstöð fornkólumbísku menningarinnar 1500 f.Kr. til 1200 e.Kr. Á blómatíma menningarinnar náðu völd og áhrif Tiwanaku frá Kyrrahafsströndinni, yfir Atacamasvæði Chile og langt inn í núverandi Argentínu. Þekktustu minjar Tiwanaku er hið risastóra Sólarhlið sem er tilhoggið úr einum risastórum steini úr Andesfjöllunum og vegur 10 tonn. Einnig sjáum við Kalasasaya hofið, Akapana píramídann og safn því tengdu. Kvöldverður um kvöldið á veitingastað með þjóðlegri sýningu sem gleður augu og eyru.

 
 
12. október           La Paz – Titicaca – Sun Island – Puno      (M / H)

Í dag verður farið í ógleymanlega siglingu á hinu töfrandi Titicaca vatni. Við siglum til Sólareyjar, en sagan segir að hún sé vagga menningar Inkanna. Við sjáum m.a. Inkagarðinn, Inti Wata menningarmiðstöðina, handverksmiðstöð, Manco Kapac útsýnisstaðinn og úrval dýra af kamelætt. Siglt verður í útsýnisferð að Inkarústunum Pilkokaina og komið við í friðlandinu við Copacabana. Við njótum hádegisverðar um borð. Degi líkur í Punto þar sem gist verður 2 nætur.

 Uros þjóðflokkurinn á Puno
 
13. október           Puno – Titicaca      (M / H)

Aftur er haldið í bátsferð á Titicacavatninu frá Puno. Í þessari skemmtilega ferð kynnum við okkur menningu Uros þjóðflokksins, sem býr á eyjum, búnum til úr um 30-40 cm þunnu sefi og fljóta á vatninu. Á eyjunum búa u.þ.b. 300 fátækir indíánar af Uros-ættbálkinum. Við förum í stutta gönguferð um eyjarnar . Að því loknu verður haldið til Taquile eyju en þar heilsa íbúar hennar í Aymara samfélaginu upp á gesti og gangandi í litríkum þjóðbúningnum og sýna þeim eyjuna með stolti. Taquile eyja er kunn fyrir fínlegan skrautvefnað. Við komum aftur seinnipart dags til Puno.

 
 
14. október           Puno – Juliaca – Lima      (M / K)

Við byrjum daginn á að heimsækja Sillustani á leiðinni út á flugvöllinn í Juliaca. Þar skoðum við grafhýsi frá 14. öld, Chullpas turnana, en auk þeirra er sérstakur fórnarstaður á þessum stað, hinn svokallaði Sólarhringur, sem er umgirtur kransi úr tilhöggnum steinum. Við göngum í um klukkustund í einstöku landslagi og njótum útsýnisins að Umayo vatni. Skömmu eftir hádegi förum við í flug til Lima og lendum þar um tvem tímum síðar. Eftir það er frjáls tími. Endum ferðina á skemmtilegri kveðjumáltíð á vel völdu veitingahúsi. Gist í Lima í eina nótt.

 
 
15. október           Lima – New York      (M)New York

Farþegar hafa frjálsan tíma allan daginn til að kynna sér borgina nánar á eigin vegum, en herbergin þar að rýma kl. 11.00 um morguninn. Farangur má geyma á hótelinu. Síðla kvölds höldum við á flugvöllinn fyrir næturflug til New York, en brottför verður kl. 00:20.

 
 
16. október           New York - Keflavík

Brottför flugs frá Lima til New York er skömmu eftir miðnætti í byrjun þessa dags, eða 00:20. Lent verður í New York kl. 08:55 að staðartíma eftir um 7,5 tíma flug. Farþegar geta fengið sér hvíldarherbergi á hóteli við flugvöllinn áður en ferðin heldur áfram til Íslands um kvöldið kl. 20:40. Möguleiki er að framlengja dvölina í New York fyrir þá sem það kjósa.

 
 
17. október           Lending í Keflavík

Lent verður á Íslandi kl. 06:15 um morguninn að staðartíma þennan dag eftir um 5,5 tíma flug.

 
 
Athugið:

Í þessari ferð er upplagt að lengja ferðina í New York og breyta heimferð. Breytingargjaldið er 5.000 kr. á miða. Farþegar geta bókað gistingu í New York á eigin vegum og notið þess að skoða borgina betur. Starfsfólk Bændaferða aðstoðar að sjálfsögðu þá farþega sem þess óska við að bóka gistingu á netinu.

 
 



 
 
Verð: 747.400 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 115.500 kr.

 Perú & Bólivía – á Inkaslóðum
 
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair Keflavík – New York - Keflavík
• Áætlunarflug á almennu farrými New York – Lima – New York
• Flugvallarskattar fyrir ofangreind flug
• Innanlandsflug í Perú frá Lima til Cusco
• Flug frá Cusco í Perú til La Paz í Bólivíu
• Innanlandsflug í Perú frá Juliaca til Lima
• Allar rútuferðir samkvæmt ferðalýsingu
• Skoðunarferðir og aðgangseyrir samkvæmt ferðalýsingu
• Lestarferðir í Urubamba dalnum samkvæmt ferðalýsingu
• Bátsferðir á Titicaca vatni samkvæmt ferðalýsingu
• Gisting á góðum hótelum í Perú og Bólivíu samkvæmt landsmælikvarða
• Máltíðir samkvæmt ferðalýsingu.
(M = morgunv. H = hádegisv. K = kvöldv.)
• Enskumælandi staðarleiðsögn í Perú og Bólivíu
• Íslensk fararstjórn
• Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð

 
 
Ekki innifalið:

  • Máltíðir og drykkir annað en það sem tilgreint er í ferðalýsingu
  • Aðgangur á Huayna Picchu þann 8. október.  Þarf að bóka á skrifstofu Bændaferða um leið og staðfestingargjald er greitt. Verð: 1.950 kr. á mann
  • ESTA heimild til Bandaríkjanna ca. $ 14
  • Þjórfé
  • Ferða- og forfallatryggingar

 
 
 

Ferðaskilmálar Bændaferða 

 
 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti