Go to navigation .
Í þessari ferð verður gist á 4*hóteli, Pellestova Hotel í Hafjell. Hótelið er staðsett á toppi Hafjell, um 25 kílómetra frá Lillehammer og rekur sögu sína allt aftur til ársins 1946. Frá hótelinu er gott aðgengi, meðal annars að gönguskíðasvæðinu Øyerfjellet, en brautirnar liggja alveg upp að hótelinu (ski in - ski out). Á hótelinu er a la carte veitingastaður þar sem áhersla er lögð á hráefni úr héraði, vandaður vínkjallari, hefðbundinn veitingastaður, pizzastaður og skíðakaffihús. Einnig er skíðageymsla með aðstöðu til að bera á skíðin og aðstaða til líkamsræktar. Herbergin á hótelinu eru með sturtu, sjónvarpi, míníbar og hárblásara.
Vefsíða hótelsins.