Hótel Natur

Hótel Natur

Hótel Natur er fjölskyldurekið sveitahótel á friðsælum stað í fögru umhverfi við austurströnd Eyjafjarðar, í um 15 km fjarlægð frá Akureyri. Hótelið byggir á umhverfisvænni samfélagsstefnu og hefur hlöðu, fjósi og vélageymslu verið breytt í huggulegt 36 herbergja hótel þar sem gestir geta notið kyrrðar með útsýni til allra átta.
Öll herbergin eru með sér baðherbergi, sjónvarpi og hárblásara. Við aðalinngang hótelsins hefur gömlum 12 metra háum súrheysturni verið breytt í útsýnis- og sýningarturn sem vert er að skoða. Gestir hafa aðgang að heitum potti.

Skoða Hótel Natur nánar.