Hótel Lækur

Hótel Lækur

Hlýlegt fjölskyldurekið sveitahótel á bænum Hróarslæk á Rangárvöllum, skammt frá suðurjaðri hinna miklu hrauna sem runnið hafa öðru hverju í árþúsundir frá eldfjallinu Heklu sem blasir hér við augum. Herbergi með sérbaðherbergi, matsalur og setustofa með fallegu útsýni. Góð staðsetning til skoðunarferða um suðurlandsundirlendið. 

Lesa meira um Hótel Læk.