Hótel Geysir

Hótel Geysir

Hótel Geysir opnaði 1. ágúst 2019 en við byggingu hótelsins var áhersla lögð á að byggingin væri hógvær í umhverfi sínu og skyggi sem minnst á náttúruperlur svæðisins. Á hótelinu eru 77 herbergi sem öll eru með fallegu útsýni yfir sveitina. Herbergin eru óvenju rúmgóð og eru öll með baðherbergi með sturtu og útsýnisglugga. Veitingasalir eru staðsettir á 1. og 2. hæð byggingarinnar og umlykja útveggi gamla íþróttaskólans sem fær nú nýtt hlutverk.

Lesa meira um Hótel Geysi.