Hotel Chesa Monte

Hotel Chesa Monte

Hotel Chesa Monte er gott 4* heilsuhótel miðsvæðis í bænum Fiss. Allt árið um kring dregur þessi yndislega fallegi bær þúsundir gesta til sín sem vilja blanda saman fjölbreyttri útiveru í ógleymanlegri fjallafegurð. Stutt er í verslanir, kaffihús og góða veitingastaði. Herbergin eru hlýlega innréttuð í ekta alpastíl og eru með sturtu, nettengingu, sjónvarpi og síma og frábært útsýni er yfir bæinn og fjöllin í kring. Hótelið býður upp á dásamlega heilsulind, m.a. innisundlaug, nuddpott og ýmsar tegundir gufubaða. Í heilsulindinni er boðið upp á snyrti- og nuddmeðferðir gegn gjaldi. 

Vefsíða hótelsins.