Hotel Alexander

Hotel Alexander

Gist verður á 4* hótelinu Hotel Alexander, sem staðsett er steinsnar frá vatnsbakka Gardavatnsins og miðbæ Limone. Herbergin eru öll með loftkælingu, sjónvarpi, hárþurrku, míníbar, frírri nettengingu og öryggishólfi. Á hótelinu er að finna líkamsrækt og heilsulind með saunu þar sem gestir geta látið líða úr sér og í garði hótelsins er sundlaug og nuddpottur á fallegu svæði umkringt skrautplöntum.