Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
29. október           Keflavík – Kaupmannahöfn – Bangkok 

Flug með Icelandair frá Keflavík kl. 07:45. Mæting í Leifsstöð Hanoirúmlega 2 klst fyrir brottför. Lending í Kaupmannahöfn kl. 12:45 að staðartíma. Flogið áfram til Bangkok kl. 14:25 og lent þar kl. 06:00 næsta morgun að staðartíma eftir um 10,5 tíma flug.

 
 
30. október           Bangkok – Hanoi      ( K)

Lent verður í Bangkok kl. 06:00 að staðartíma og flogið áfram til Hanoi kl. 07:45. Lending í Hanoi kl. 09:35 og farið beint á hótelið í Hanoi þar sem gist verður tvær nætur. Síðdegis verður haldið í fyrstu hjólaferðina til Hoan Kiem vatns og kvöldverðar neytt á veitingahúsi.

 
 
31. október           Hanoi      (M / H / K )

Í dag hjólum við vítt og breytt um Hanoi og skoðum allt það helsta sem hér er að sjá, eins og grafhýsi Ho Chi Minh og bókmenntahofið, sem hýsir fyrsta háskóla Víetnam. Hofið er helgað Konfúsíusi. Við höfum myndastopp fyrir utan óperuhúsið og hjólum svo síðdegis að Tran Quoc, elsta hofi borgarinnar við Ho Tay vatn. Um kvöldið sjáum við sýningu í vatnsbrúðuleikhúsi.

 
 
1. nóvember           Hanoi – Hue      ( M / H / K )

Um morguninn verður farið með flugi til borgarinnar Hue. HueEftir að við erum búin að koma okkur fyrir á hótelinu bíður okkar einn af hápunktum ferðarinnar; Forboðna borgin. Þessar hallir voru byggðar skömmu eftir árið 1800 sem sæti þjóðhöfðingja landsins og eru 10 km af síkjum og virkismúrum í kringum þessa einstöku borg. Síðdegis verður hjólað áfram um grænar hæðir að konunglegu grafhýsum Nguyen fjölskyldunnar, þar sem við sjáum fagra garða og hrífandi arkítektúr. Haldið verður aftur á hótelið þar sem við gistum eina nótt.

 
 
2. nóvember           Hue – Hoi An      ( M / H / K )

Þennan dag ferðumst við undurfagra hjólaleið í gegnum ógleymanlegt landslag. Farið verður framhjá Lap An lóninu, sem líkja má við Feneyjar. Strandleiðin í hlíðum Hai Van fjallsins liðast eins og silkiborði um fagurgrænt landslagið og þegar haldið er niður úr fjallendinu blasir útsýnið yfir nútímalegu strandborgina Danang við okkur. Ekið verður síðasta hluta leiðarinnar á hótelið í Hoi An þar sem gist verður tvær nætur. Við neytum kvöldverðar á veitingahúsi í eldri hluta borgarinnar í luktum skreyttum garði. 

 
 
3. nóvember           Hoi An – Da Nang      
( M / H / K )

Við hjólum að Marmarafjalli þar sem heimsótt verður Saigonverkstæði sem framleiðir styttur úr marmara og steini. Hádegisverður snæddur í elsta hluta Hoi An, en síðdegis verður haldið að Thanh Ha leirgerðarþorpinu og loks gegnum sveitahéruð aftur að miðbæ Hoi An.

 
 
4. nóvember           Hoi An – Saigon
     ( M / H / K )

Fyrir hádegi hjólum við um í Hoi An, skoðum Japönsku brúna og Fujian höllina, sem er sérlega skrautleg og skemmtileg bygging í kínverskum stíl. Að loknum hádegisverði er farið í flug til Ho Chi Minh borgar, eða Saigon. Við innritum okkur á hótelið en um kvöldið verður bátsferð með kvöldverði. Gistum tvær nætur í Saigon.

 
 
5. nóvember            Saigon      
( M / H / K )

Í Saigon fræðumst við um Víetnam stríðið á ýmsan hátt, Siem Reapskoðum safn og minjar. Við snúum okkur síðan að hefðbundnari merkisstöðum og lítum á Notre Dame dómkirkjuna, pósthúsið og óperuhúsið, en allar þessar byggingar eru heillandi dæmi um byggingarstíl franska nýlendutímabilsins. Skoðunarferð dagsins veitir okkur innsýn í sögu menningu og daglegt líf íbúa borgarinnar.

 
 
6. nóvember           Saigon – Siem Reap     
( M / H )

Morgunflug til Siem Reap í Kambódíu. Eftir innritun á hótelið fáum við fjallahjól og höldum hrífandi leið meðfram Siem Reap ánni að Tonle Sap vatninu. Á vegi okkar verða grænir hrísgrjónaakrar, kyrrlát engi og lítil búddahof. Staldrað verður við í vinalegu þorpi og líflegur sveitamarkaður sóttur heim. Rétt við vatnið förum við gegnum haf af Lótusblómum. Haldið verður í bátsferð á vatninu að skoða fljótandi þorp áður en hjólað verður til baka. Gistum þrjár nætur í Siem Reap.

 
 
7. nóvember           Angkor Wat
     ( M / H )

Við notum allan þennan dag til að skoða stórkostlegarAngkor Wat minjar Angkor Wat hofanna, einna 6merkustu fornleifa suð-austur Asíu, en þær eru á heimsminjaskrá UNESCO. Þessi borg var stjórnarsetur Khmeranna frá 9.-15. öld og er dæmi um einstaka byggingarlist og hagkvæmt skipulag. Fyrst verður haldið að suðurhlið Angkor Thom og þaðan farin ævintýraleg leið eftir virkisveggnum að Corner Temple. Áfram að vesturhliðinu þar sem við lítum á Bayon hofið áður en við höldum í gegnum iðagrænan regnskóginn til Preah Khan og skoðum þar fleiri merkar byggingar.

 
 
8. nóvember           Siem Reap og nágrenni      ( M / H )

Dagsferð um friðsæl sveitahéruðin í kringjum Siem Reap. Við njótum þess að hjóla í gegnum þetta töfrandi og allt að því óraunverulega hitabeltis- og frumskógarlandslag. Hér hefur lítið sem ekkert breyst í tímans rás, þar sem hrísgrjónaakrarnir umlykja þorpin við rætur frumskógarins.

 
 
9. nóvember           Siem Reap – Phnom Penh      ( M / H )

Dagurinn hefst á hjólaferð um Siem Reap þar sem við Phnom Penhkönnum helstu kennileiti og heimsækjum áhugaverða staði. Verkstæði og verslun Artisans Angkor verður heimsótt, en þetta merkilega fyrirtæki helgar sig fornu handverki Khmeranna og býður fjölbreytta listmuni til sölu, vefnaðarvöru, steinútskurð og myndlist, svo eitthvað sé nefnt. Síðdegis verður flogið til Phnom Penh þar sem gist verður síðustu nóttina.

 
 
10. nóvember           Phnom Phen - Bangkok      ( M )

Phnom Penh er höfuðborg Kambódíu og stendur við ármót Mekong og Tonle Sap ánna. Í byggingarlist borgarinnar gætir áhrifa frá Khmerunum í bland við franskan nýlendustíl. Í síðustu skoðunarferð okkar á hjólunum förum við um borgina og sjáum konungshöllina, Toul Sleng safnið og aðalmarkaðinn sem er þekktur fyrir Art Deco muni. Meðfram árbökkunum má finna fjölda veitinga- og kaffihúsa. Síðla dags verður haldið á flugvöllinn fyrir flug til Bangkok kl. 20:35. Lent verður í Bangkok kl. 21:40 að staðartíma og ferðinni haldið áfram skömmu eftir miðnætti.

 
 
11. nóvember           Bangkok – Kaupmannahöfn – Keflavík

Flogið verður frá Bangkok kl. 00:50 að staðartíma og lent í Kaupmannahöfn tæpum 12 tímum síðar, eða kl. 06:35 að staðartíma. Flogið verður áfram til Íslands kl. 13:20 og lent í Keflavík kl. 15:30 að staðartíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
 



 
 
Verð: 678.800 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 84.200 kr. 

 
 
 
Innifalið:
 Bangkok

Flug með Icelandair Keflavík – Kaupmannahöfn – Keflavík og flugvallarskattar. 
Flug Kaupmannahöfn – Bangkok – Hanoi með Thai Airways og flugvallarskattar
Flug Phnom Pehn – Bangkok – Kaupmannahöfn með Thai Airways og flugvallarskattar
Flug innan svæðisins: Hanoi – Hue, Danang – Saigon, Saigon – Siem Reap, Siem Reap – Phnom Pehn og flugvallarskattar.
Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgun-, hádegis-, og kvöldverðir samkvæmt lýsingu. (M = morgunverður, H = hádegisverður, K = kvöldverður) 
Flutningur í loftkældri rútu samkvæmt ferðalýsingu.
Aðgangseyrir samkvæmt leiðarlýsingu.
Reiðhjól og hjálmar
Stuðningsfarartæki í hjólaferðum, ásamt viðgerðarmanni
Staðarleiðsögn
Íslensk fararstjórn
Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð

 
 
Ekki innifalið:
 

Aðrar máltíðir en þær nefndar í leiðarlýsingu.
Vegabréfsáritun, ca. $ 70 samtals til beggja landa
Þjórfé
Forfalla- og ferðatryggingar

 
 

Ferðaskilmálar Bændaferða

 
 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti