Ferðalýsing og verð

Ferðalýsing og verð

 
3. september           Flug til München og ekið til Sillian í Austurríki

Flogið verður með Icelandair til München þann 3. september. Brottför frá Keflavík kl. 7.20, en mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst fyrir brottför. Lending í München kl. 13.05 að staðartíma. Frá flugvellinum í München eru um 300 km til Sillian svo gera má ráð fyrir að rútuferðin taki tæplega 4 klst.

 
 
Tillaga að dagleiðum 4. – 9. septemberHjólað í dölum Dólómítanna

Eftirfarandi eru leiðarlýsingar til viðmiðunar fyrir 5 hjóladaga auk eins hvíldardags sem fararstjóri getur skipulagt eftir eigin höfði ásamt því að breyta eða bæta við þeim stöðum sem honum þykir áhugavert að heimsækja.

 
 
1. Sextnerdalur til Niederdorf/Toblach

Við verðum flutt til Fischleintal, en þar hefjum við hjólaferð dagsins. Yfir okkur skaga tindar Dólómítafjallanna á meðan við hjólum í rólegheitum í gegn um Sextnertal dalinn og erum þá komi yfir til Ítalíu. Við komum til bæjarins Innichen, þar sem við skoðum okkur um og getum fengið okkur hressingu. Við verðum svo flutt aftur á hótelið. Möguleiki er að hjóla báðar leiðir og verður þá heildarleiðin um 50 km og mest upp í móti á bakaleið.
 
          Vegalengd: ca. 25 km
          Hæðarmunur: 300 m, mest niður í móti
          Erfiðleikastig leiðar: Létt.

 
 
2. Hjólað meðfram Drau ánniHjólað meðfram Drau ánni

Frá hótelinu liggur leiðin niður í móti í gegn um hinn fagra árdal Drautal, þar sem stórkostleg fjallasýn umlykur okkur. Við hjólum meðfram ánni, yfir trébrýr og gegn um hugguleg þorp. Á leið okkar gefst kostur á að heimsækja vöfflukex- og konfektgerðina Loacker Genusswelt. Þegar dalurinn þrengist komum við að hinu einstaka Galitzenbach gili með öllum sínum fossum. Endastöð okkar er bærinn Lienz, sem stendur við ármót Drau og Isel. Hér tökum við hádegishlé áður en hjólað er sömu leið til baka.
 
          Vegalengd: ca. 30 km.
          Hæðarmunur: ca. 300 m fyrst niður,
                               svo upp í móti á bakaleið.
          Erfiðleikastig leiðar: Miðlungserfið.

 
 
3. Pustertal með ánni Rienz: Sillian – Niederdorf/Toblach - Bruneck - Brixen

Við hefjum ferðina í bænum Niederdorf/Toblach, en þaðan liggur krókóttur hjólavegur meðfram ánni Rienz í gegn um þorpin í dalnum, alveg til Bruneck. Þeir sem hafa aukaorku hafa kost á að hjóla áfram til Brixen, en hinir geta skoðað sig um í Bruneck og heimsótt útisafnið í Dietenheim áður hópurinn er fluttur til baka.
 
          Vegalengd: ca. 45 km til Bruneck (70 km til Brixen).
          Hækkun: ca. 250 m á leið til Bruneck (650 til Brixen).
          Erfiðleikastig leiðar: Miðlungserfið.

 Gsiesertal til Niederdorf/Toblach 
 
4. Gsiesertal til Niederdorf/Toblach

Við verðum flutt að upphafstöð okkar í Gsiesertal. Í þessum dal ríkir mikil sveitasæla með blómleg býli. Á leið okkar í dag gefst kostur á að heimsækja Welsperg kastalann. Í Niederdorf er svo Kneipp garður, en Kneipp heilsumeðferðin byggist á að vaða í heitu og köldu vatni til skiptis til að örva blóðrás, taugar og efnaskipti. Á það að vera allra meina bót.
 
          Vegalengd: ca. 45 km.
          Hækkun: ca. 450 m.
          Erfiðleikastig leiðar: Miðlungserfið.

 
 
5. Hjólað gömlu Dólómítalestarslóðina

Þessi skemmtilegi hjólavegur liggur þar sem áður voru lestarteinar Dólómítalestarinnar. Við förum gegn um dalinn Höhlensteintal að Toblach vatni. Skömmu seinna blasir við okkur einstakt útsýni á tindana þrjá, Drei Zinnen. Fjallið Cristallo gnæfir yfri Dürrensee vatninu þegar lengra er komið, en við förum þaðan áfram gegn um upplýst lestargöng til Cortina d´Ampezzo. Enn niður í móti komum við til Pieve di Cadore. Héðan verðum við flutt til baka.
 
          Vegalengd: ca. 60 km til Cortina, 75km til Pieve di Cadore.
          Hæðarmunur: ca. 300 m upp í móti, svo 600 m niður í móti.
          Erfiðleikastig leiðar: Miðlungserfið

 
 
10. september           Heimferð

Á heimleið 10. september leggjum við af stað út á flugvöll eftir morgunverð, en flogið verður heim kl. 14.05 frá München. Lending á Íslandi kl. 16.00 að staðartíma.

 
 
 
Alpenhotel WeitlanbrunnAlpenhotel Weitlanbrunn

Gist verður á 4* fjallahótelinu Weitlanbrunn í skógarjaðrinum í 1100 m hæð yfir sjávarmáli. Um 2 km eru niður í Sillian þorpið frá hótelinu. Hótelið hefur 88 herbergi með baði, hárþurrku, sjónvarpi með gervihnattastöðvum, síma, ísskáp og öryggishólfi. Í garðinum er hugguleg sólbaðsaðstaða með bekkjum og heilsulind hótelsins býr yfir sundlaug, gufu og líkamsræktaraðstöðu. Sundlaugin er sérlega falleg, eins og byggð inn í klettavegg og er útsýni stórkostlegt í hina áttina. Hægt er að bóka heilsumeðferðir gegn gjaldi.

 
 
 
Undirbúningur

Hjólaferð sem hefur allt fyrir þá sem geta haldið jafnvægi á hjóli. Gott að hafa vanið sig við að sitja nokkra klukkutíma á hnakknum áður en lagt er í ferð eins og þessa. Ráðlegt væri að festa kaup á gelhnakk eða hjólabuxum með rasspúðum. Farastjóri mun boða gesti sína í stutta hjólferð eða ferðir hér heima áður en haldið verður erlendis. Ennfremur verður einn fundur með fararstjóra.

 
 
  
Verð: 208.400 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 22.200 kr.

 
 Hjólað í dölum Dólómítanna
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Ferðir á milli flugvallarins í München og hótelsins í Sillian.
• Gisting í tveggja manna herbergi með baði á 4 stjörnu hóteli.
• Morgun- og kvöldverðarhlaðborð allan tímann á hóteli.
• Kökur og snarl á hótelinu milli 14:30 og 17:00.
• Aðgangur heilsulind hótelsins.
• Hjólaprógramm 5 daga.
• Fluttningur á fólki og hjólum samkvæmt hjólaprógrammi.
• Innlend staðarleiðsögn í hjólaferðum.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Leiga á 24 gíra hjóli í 6 daga 16.000 kr. Leiga á rafhjóli í 6 daga 31.100 kr. Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll, leigubílaakstur, hádegisverður og þjórfé.

 
 
 
 
 


  
Ferðaskilmálar Bændaferða

 

Tengdar ferðir