Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
29. september           Flug til BrusselBrussel

Brottför frá Keflavík kl. 7.40, en mæting er í Leifsstöð síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Brussel kl. 12.45 að staðartíma. Áður en farið er á hótel verður farin skoðunarferð um áhugaverðustu staði borgarinnar. Við hefjum ferðina þar sem höfuðstöðvar Evrópusambandsins eru staðsettar og ferðumst aftur í tíma þegar við ökum fram hjá glæsilegum byggingum í gotneskum endurreisnar- og barokkstíl, sem víða skreyta borgina. Á vegi okkar verður Grand Place torgið sem er að mati sumra eitt fallegasta torg í heimi, Manneken Pis styttan sem er nefnd tákn borgarinnar og loks hin mikilfenglega ráðhúsbygging. Síðdegið verður frjálst og gefst þá tími til að skoða sig um á eigin vegum.

 
 
30. september           Frjáls dagur í Brussel

Í dag er frjáls dagur til að kanna umhverfið betur, fara á söfn og njóta iðandi mannlífs borgarinnar. Sjálfsagt er að líta inn til kaupmanna borgarinnar, sem hafa margt spennandi upp á að bjóða. Belgar eru þekktir fyrir dekur í matargerð og því upplagt að setjast inn á eitt af fjölmörgum kaffi- og veitingahúsum borgarinnar.

 
 
1. október            Dagur í BruggeBrugge

Heillandi ferð til Brugge sem er með fegurstu borgum landsins og er í flæmskumælandi hluta Belgíu. Glæstar byggingar frá blómatíma borgarinnar blasa við, en borgin var á seinni tíma miðalda ein helsta hafnar- og verslunarborg landsins. Farin verður mögnuð skoðunarferð um borgina sem heillar alla. Frjáls tími að lokinni skoðunarferð til að kanna mannlífið og ekki má gleyma að fá sér belgískt konfekt eða belgískar vöfflur, sem þekktar eru um allan heim.

 
 
2. október            Heimferð

Eftir yndislega ferð verður ekið út á flugvöll í Brussel. Brottför þaðan er kl. 14.00 og lending í Keflavík kl.15.15 að staðartíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
  
 
Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli.           Allar skoðunarferðir innifaldar!

Aukagjald fyrir einbýli er 24.600 kr.

 Belgískar vöfflur 
 
Innifalið:

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgunverður alla daga.
• Skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur. Hádegisverðir og kvöldverðir. Þjórfé. 
 

Ferðaskilmálar Bændaferða

 
 
 

 

 

Tengdar ferðir