Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
17. september           Keflavík – Kaupmannahöfn – AþenaSigling til Naxos

Flogið verður frá Keflavík til Kaupmannahafnar kl. 10.25. Mæting í Leifsstöð 2 klst fyrir brottför. Lending í Kaupmannahöfn kl. 15.25 að staðartíma. Flogið verður áfram til Aþenu kl. 16.25. Gist verður fyrstu nóttina á hóteli í Píreus hafnarborg Aþenu.

 
 
18. september           Sigling til Naxos

Í dag siglum við frá Píreus til eyjunnar Naxos. Lagt verður af stað snemma morguns og þegar komið verður á hótel um hádegisbilið gefst tækifæri til að slaka á fyrir sameiginlegan kvöldverð á veitingastað í nágrenni hótelsins. Gist verður tvær nætur í bænum Naxos.

 
 
19. september           Skoðunarferð um Naxos & frjáls tími

Þegar allir eru nærðir og komnir á stjá, hefjum við daginn á skoðunarferð um Naxos. Gengið verður um þröngar götur bæjarins, upp í Feneyska virkið, um bogagöng og inngarða. Haldið verður út á tangann Portarea, þar sem stóra hurðin stendur enn, einu minjar um hof Appóllos sem byggt var á 5. öld f. Krist. Að skoðunarferðinni lokinni er hverjum frjálst að skipuleggja sinn tíma að vild, upplagt er að kíkja á kaupmenn eða njóta sjávarins og hvítrar strandlengjunnar sem stendur í bæjarjaðrinum.

 
 
20. september           Sigling til SantoriniSigling til Santorini

Um hádegisbilið höldum við í tveggja tíma siglingu yfir til eyjunnar Santorini. Eyjan hefur löngum verið kölluð sú fegursta í heimi, en hún sprakk í loft upp í einu mesta sprengigosi heims, árið 1628 f. Krist. Þegar við nálgumst Santorini siglum við inn í gíginn og njótum stórfenglegs útsýnis yfir á eyjuna. Þegar við höfum stigið á land byrjum við á að fara í smá rútuferð um eyjuna og heimsækjum bæinn Pyrgos og síðar listamannabæinn Oia sem er staðsettur á norðvesturodda Santorini. Oia er undurfagur bær þar sem myndefnið er óþrjótandi og birtan er einstök. Við þræðum mjóar götur bæjarins, göngum út í feneyska virkið og njótum þess að vera á þessum yndislega stað. Gist verður í tvær nætur, á góðu hóteli fyrir utan bæinn Fira, höfuðstað Santorini.

 
 
21. september           Skoðunarferð um Fira

Eftir morgunverð verður haldið í stutta gönguferð um bæinn Fira. Bærinn státar af stórfenglegu bæjarstæði, en hann er staðsettur upp á 400 m háum kletti og kúra hvítþvegnu húsin sem bærinn er hvað þekktastur fyrir, í klettahlíðinni á barmi stærsta gígs í heimi. Í bænum er margt að skoða, þar er að finna margar minjagripaverslanir, gullsmiði og listamannabúðir. Hægt er að fara á asnabaki niður að höfninni og njóta síðar stórfenglegs útsýnisins í ferð með kláfi upp hlíðina.

 
 
22. september           Flogið til Aþenu & ekið til DelfíHof Appóllos

Um hádegisbilið höldum við í flug aftur til meginlandsins og lendum í Aþenu um eitt leytið. Þaðan höldum við áfram með rútu til Delfí, þangað sem komið verður seint í eftirmiðdaginn. Gist verður eina nótt á hóteli í bænum í Delfí.

 
 
23. september           Hof Appóllos & Meteora

Í dag skoðum við okkur um í Delfí, en svæðið var til forna einn af helgustu stöðum Grikklands. Þar í hofi Appóllos, spáði hin fræga véfrétt fyrir almenning og aðalsmenn í hundruðir ára. Við skoðum hofið, leikhúsið, leikvanginn og förum svo á safnið sem hefur að geyma þá dýrgripi sem grafnir voru upp í Delfí. Eftir hádegishressingu verður haldið áfram með rútu til Meteora. Komið verður á hótel rétt fyrir kvöldverð og dvalið eina nótt.

 
 
24. september           Meteora klaustrin & Aþena

Við hefjum daginn á því að skoða Meteora, en þar er að finna sérstakt náttúrufyrirbæri sem samanstendur af himinháum sandsteinsdröngum. Á miðöldum byggðu munkar og nunnur klaustur uppi á þessum dröngum og eru sum þeirra opin enn þann dag í dag. Eftir að hafa skoðað sandsteinsdrangana og tvö af klaustrunum sem þar standa, verður keyrt til Aþenu, höfuðborgar Grikklands, þar sem gist verður í 2 nætur.

 
 
25. september           Skoðunarferð um AþenuSkoðunarferð um Aþenu

Aþena státar af mörgum fornminjum. Farið verður í skoðunarferð um borgina þar sem við sjáum háskólabyggingarnar, gömlu konungshöllina sem hýsir þingið í dag og ólympíuleikvanginn sem byggður var fyrir fyrstu ólympíuleika okkar tíma, árið 1896. Þar á eftir heimsækjum við nýja Akrópólissafnið sem geymir helstu dýrgripi Aþenu og að lokum göngum við upp á Akrópólishæðina til þess að skoða hið fræga Parþenonhof. Eftirmiðdagurinn er frjáls. Um kvöldið verður farið á gríska skemmtun þar sem boðið verður upp á grískan mat, söngva og dansa. Gestirnir fá að taka sporið og dansa Zorbadansinn fræga.

 
 
26. september           Frjáls tími í Aþenu & ferð til Vouligameni

Við hefjum daginn á því að njóta Aþenu en að hádegisverði loknum höldum við til fegursta strandbæjar Aþenu, Vouliagmeni, þar sem gist verður í 4 nætur á góðu hóteli við ströndina.

 Nafplíon 
 
27. september           Epidárus – Nafplíon – Mýkena

Að loknum morgunverði höldum við til Kórinþu þar sem við stöldrum við Kórinþuskurðinn sem grafinn var á síðarihluta 19. aldar. Þaðan höldum við til Epidárus, þar sem við skoðum stærsta útileikhús Grikklands, frá 4. öld f. Krist, en leikhúsið státar af besta hljómburði allra fornaldarleikhúsa heimsins. Við höldum áfram til Nafplíon, lítils bæjar frá tímum Feneyjarmanna sem var fyrsta höfuðborg hins gríska frjálsa ríkis. Eftir stutt stopp og hádegishressingu höldum við leið okkar áfram til Mýkenu, þar sem við skoðum háborg Agamemnons, ljónahliðið og eina af fjöldamörgum býkúpugröfum svæðisins. Komið verður á hótel fyrir kvöldverð.

 
 
28. september           Frjáls dagur í Vouliagmeni

Bærinn Vouliagmeni er í einstöku uppáhaldi hjá heimamönnum, en þar er að finna fagrar strandir og heilsulind, sem upplagt er að njóta í dag. Í bænum er einnig að finna skemmtilega veitingastaði sem bjóða upp á rétti að hætti heimamanna ásamt líflegum kaffihúsum. Í nágrenni Vouliagmeni er bær sem heitir Glyfada þar sem finna má gott úrval af verslunum, kaffihús sem og veitingastaði.

 
 
29. september           Strandlengja Attíku & Hof Poseidons

Um morguninn gefst hverjum tími til að skipuleggja síðasta Poseidon daginn í Vouliagmeni, en síðdegis munum við keyra hina fallegu Attíkustrandlengju meðfram himinbláu hafi í gegnum litla strandbæi á leið okkar til hofs Poseidons. Hofið sem stendur á Sounion tanganum, var byggt á 5. öld f. Krist til heiðurs sjávarguðnum Poseidon. Lokakvöldið verður haldið hátíðlegt niðri við höfnina í Vouliagmeni, þar sem við snæðum dýrindis mat að hætti Grikkja við glaum og gleði og njótum dásamlegs útsýnisins yfir fagran bæinn.

 
 
30. september           Heimferð

Að loknum morgunverði höldum við út á flugvöllinn í Aþenu og fljúgum til Kaupmannahafnar kl. 13.40. Lending að staðartíma í Kaupmannahöfn kl. 15.55. Flugið til Keflavíkur verður kl. 19.45 að staðartíma og áætlaður lendingartími í Keflavík kl. 20.55.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
  
 
Verð: 499.900 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 99.800 kr.

 
 Santorini
 
Innifalið:

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar til Kaupmannahafnar.
• Flug með SAS og flugvallaskattar frá Kaupmannahöfn til Aþenu.
• Flug frá Santorini til Aþenu.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgun- og kvöldverður allan tímann.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Ferjusiglingar samkvæmt ferðalýsingu.
• Aðgangseyrir á Akrópólís.
• Grísk kvöldskemmtun í Aþenu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn á fornminjar og klaustur. Hádegisverðir og þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Fornminjar Delfí ca. € 10. Klaustur í Meteora ca. € 5. Útileikhúsið í Epidárus ca. € 5. Háborgina og býkúpugröfina í Mýkenu ca. € 10 og hof Poseidons á Sounion ca € 7.

 
 

 Ferðaskilmálar Bændaferða

 
 

 

Tengdar ferðir