Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
17. september           Flug til München & Brixen í Suður-TírolDólómítafjöllin

Brottför frá Keflavík kl. 7.20. Mæting í Leifsstöð um 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13.05 að staðartíma (+ 2 klst. tímamismunur). Þaðan verður ekið suður á bóginn, yfir Brennerskarð og niður til Ítalíu til Brixen í Suður-Tíról þar sem gist verður í tvær nætur.

 
 
18. september           Dólómítafjöllin

Eftir morgunverð í Brixen verður haldið til fjalla. Ekin verður stórbrotin og yndisfögur leið um Dólómítana, Alpafjöll Ítalíu. Farið verður með kláf upp á Pordoi, sem er í ca. 3.000 m hæð, en þar er mikilfenglegt útsýni yfir ítölsku-, austurrísku- og frönsku Alpana, sem enginn má láta framhjá sér fara. Komið aftur til Brixen seinni hluta dags.

 
 
19. september           Dagur í Brixen & Riva del Garda á ÍtalíuBrixen

Brixen er ein af perlum Suður-Tíról. Eftir morgunverð verður farið í gönguferð um elsta hluta borgarinnar, en hún er höfuðstaður Eisackdalsins og liggur við rætur fjallsins Plose. Í þessum 20.000 manna, fallega bæ finnast gamlar götur, brýr, kirkjur og söfn. Þar mætast árnar tvær Eisack og Rienz en ásamt umlykjandi vínekrum og aldingörðum gera Brixen að einstaklega heillandi og fallegum stað. Eftir hádegið kveðjum við borgina og leggjum af stað til Riva del Garda við Gardavatn þar sem við gistum í fimm nætur.

 
 
20. september           Skoðunarferð og frjáls dagur í Riva

Í dag tökum við því rólega. Að loknum morgunverði förum við fótgangandi í skoðunarferð um Riva del Garda, en svo gefst frjáls tími til að skoða sig um á eigin vegum í þessum snotra bæ, ganga litlar og þröngar götur bæjarins, kíkja við í verslunum og eftir fallegri strandlengjunni. Einnig er kjörið að njóta aðstöðunnar á hótelinu, annaðhvort í sundlaugargarðinum eða í heilsulindinni.

 
 
21. september           Dagsferð til FeneyjaFeneyjar

Fyrir höndum er langur en stórskemmtilegur dagur. Við leggjum af stað snemma og ökum til Feneyja. Feneyjar hafa löngum verið kallaðar Drottning Adríahafsins, og ekki að ástæðulausu. Á rölti um borgina, sem reist er á óshólmum Pófljótsins, verður á vegi okkar allt það sem gerir hana að eftirsóttasta ferðamannastað álfunnar. Við Canal Grande gefur að líta einar 200 glæsilegar hallir og við Markúsartorgið stendur Markúsarkirkjan, sem er eins og höllin úr ævintýrinu Þúsund og ein nótt. Síðdegis gefst hverjum og einum tími til þess að kanna þessa fallegu borg á eigin vegum, njóta mannlífsins og jafnvel líta inn á söfn. Komið verður til baka á hótel undir kvöld.

 
 
22. september           Sigling – Limone & Malcesine

Í dag höldum við í ljúfa siglingu á Gardavatni. Haldið verður til Limone, eins fallegasta bæjarins við vatnið og þar áð í dágóða stund. Áfram verður siglt til Malcesine, sem er sögufrægur ferðamannabær við austurströnd Gardavatns. Í Malcesine gefum við okkur góðan tíma til að fá okkur hressingu og skoða okkur um í bænum. Þar er áhugaverður gamall kastali en einnig er hægt að fara með kláf upp á Monte Baldo, hæsta fjallið við vatnið. Eftir yndislegan dag verður ekið frá Malcesine til baka á hótelið.

 
 
23. september           Dagsferð til VerónaÞriðja stærsta hringleikahús veraldar, Arena

Í dag upplifum við einn hápunkt ferðarinnar þegar ein fallegasta og elsta borg Norður-Ítalíu, Veróna, verður heimsótt. Veróna er borg menningar og lista, en frægust er hún sem sögusvið leikrits Shakespeares um Rómeó og Júlíu. Farið verður í skoðunarferð um borgina þar sem við stöldrum við og virðum fyrir okkur helstu, markverðustu staði þessarar fallegu borgar s.s. þriðja stærsta hringleikahús veraldar, Arena, og Kryddtorgið með sínum fögru byggingum og minnisvörðum. Allur gamli bærinn er á heimsminjaskrá UNESCO og ekki að ástæðulausu.

 
 
24. september           Rovereto og Seefeld

Nú kveðjum við Gardavatn og höldum til Austurríkis. Á leiðinni verður komið við í Dro, þar sem er að finna stærstu skóverslun á Norður-Ítalíu. Þaðan höldum við í kastala fyrir ofan Rovereto, þar sem við fáum stutta leiðsögn um kastalann og snæðum síðan léttan hádegisverð að hætti íbúanna í dalnum og fáum mögulega smá smakk af afurðum vínbænda héraðsins. Áfram verður ekið yfir Brennerskarðið til Seefeld, sem er yndislegur bær í Tíról. Þar gistum við næstu þrjár nætur.

 
 
25. september           Frjáls dagur í SeefeldFrjáls dagur í Seefeld

Í dag tökum við það frekar rólega, hefjum daginn á staðgóðum morgunverði og höldum síðan í stutta skoðunarferð um Seefeld, sem er með eftirsóttustu ferðamannabæjum Tíróls. Seefeld er umkringdur fjöllum, en hér áður var þetta mikið vatnasvæði og ber nafn bæjarins það með sér. Eftir stutta göngu með farastjóranum er frjáls tími það sem eftir lifir dags. Hér er margt hægt að gera, t.d. fara með hestvagni um bæinn, í gönguferð hringinn í kringum vatnið eftir þægilegri gönguleið og svo er hægt að fara upp á Rosshütte með kláfi sem fer upp í 1784 m hæð. Þar er gott veitingahús og upplagt að fá sér kaffi og tertusneið.

 
 
26. september           Dagsferð til Innsbruck & Mittenwald

Innsbruck er höfuðstaður Tíróls, umvafinn fjöllum og Innsbruckdásamlegri fegurð. Miðaldahluti borgarinnar er mjög heillandi, en Innsbruck var ein af borgum Habsborgaranna, einnar mikilvægustu valdaættar Evrópu. Blómatími borgarinnar var á 15. öld undir stjórn Maximilians I af Habsborg. Hann lét byggja eitt aðalaðdráttarafl borgarinnar, húsið með gullþakinu, sem stendur við eitt fallegasta torgið í Tíról. Hér verður farið í stutta skoðunarferð um borgina, en eftir það verður hægt að kanna borgina á eigin vegum, líta inn til kaupmanna í Maria-Theresien-Straße eða setjast niður á kaffihús. Á bakaleiðinni verður komið við í bænum Mittenwald, sem á sér engan líkan, en þar er að finna ótal lítil myndskreytt hús, dásamlegan bæjarlæk og skemmtilegar verslanir. Bærinn er frægur fyrir smíði strengja- og plokkhljóðfæra og stendur minnisvarði af Matthias Klotz, upphafsmanni fiðlusmíði í Mittenwald, fyrir utan fiðlusafn bæjarins.

 
 
27. september           Heimferð

Eftir indæla og skemmtilega ferð verður ekið til München. Brottför þaðan kl. 14.05 og lending í Keflavík kl. 16.00. að staðartíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
 



 
 
Verð: 229.900 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 39.600 kr.

 
 Gardavatn & Feneyjar
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll. Siglingar og vínsmökkun. Hádegisverðir. Þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Kláfur í Dólómítunum upp á Pordoi ca. € 10. Sigling í Feneyjum ca. € 16. Sigling á Gardavatni, ca. € 13. Kláfur frá Malcesine upp á Monte Baldo ca. € 20. Aðgangur að hringleikahúsinu í Verona ca. € 5. Hádegisverður og vínsmökkun í Rovereto ca. € 18.

 
 
 

 Ferðaskilmálar Bændaferða

 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti