Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
15. september           Flug til Frankfurt - akstur til BoppardBoppard

Brottför frá Keflavík kl. 7.25. Mæting í Leifsstöð 2 klst. fyrir brottför. Lending í Frankfurt kl. 12.50 að staðartíma (+2 klst). Þaðan verður ekið til bæjarperlunnar Boppart í Ober -mittelrheintal dalnum sem er búinn að vera í mörg ár á heimsminjaskrá UNESCO. Hér verður gist á hóteli á yndislegum stað við ána Rín í 7 nætur. Á hótelinu er innisundlaug, gufubað, sauna og líkamsræktaraðstaða.

 
 
16. september           Töfrandi dagur í Koblenz

Ekið verður til Koblenz sem stendur við svokallað „Deutsches Eck“. Það er oft nefnt fallegasta „horn“ Þýskalands, en þarna mætast árnar Mósel og Rín. Borgin er með elstu borgum landsins því saga hennar spannar rúmlega 2000 ár. Gaman er að skoða elsta hluta miðbæjarins. Þar má m.a. finna fallegar kirkjur, þröngar götur og gömul hús. Eftir skoðunarferð verður frjáls tími til að kanna mannlíf borgarinnar á eigin vegum.

 Ljósadýrð á Rín  
 
17. september           Dagur í Boppard & ljósadýrð á Rín

Við skoðum okkur um í Boppard sem er ein perla Rínardalsins. Við Rín standa fjölmargir, gamlir rómverskir bæir og er Boppard einn af þeim. Bærinn stendur í einu þekktasta Riesling vínhéraði dalsins og er töfrandi með St Severus kirkjunni, minjum frá rómverskum kastala og með tignarlega Kúrfurstahöll á bökkum árinnar. Eftir skoðunarferðina gefst frjáls tími fram að hápunkti ferðarinnar; siglingin á Rínarfljótinu. Frá St. Goar siglum við fyrst að Loreley klettinum. Hjá St. Goar og St. Goarshausen fer fram stórkostleg flugeldasýning sem heimamenn kalla „Rhein in Flammen“ eða ljósadýrð á Rín. Um 75 skip taka þátt í þessari hátíð og verður sannkölluð ljósadýrð á ánni þetta kvöld þegar við snæðum kvöldverð um borð á meðan siglt verður framhjá upplýstum kastölum, hæðum og bæjum og upplifum loks eina glæsilegustu flugeldasýningu Þýskalands.

 Bindingsverkhús 
 
18. september           Rínardalurinn, Loreley kletturinn & Rüdesheim

Í dag ökum við um Rínardalinn og kynnum okkur alla hans fegurstu staði nánar. Á leiðinni sjáum við heillandi landslag, kastala frá miðöldum, hugguleg vínþorp og lítum betur á 132m háa Loreley klettinn. Við komum til Rüdesheim, sem er þekktur fyrir fallegu gömlu bindingsverkshúsin sín og hina líflegu Drosselgasse. Þessi gata varð heimsfræg á sínum tíma fyrir andrúmsloftið sem skapaðist hér þegar tónlistin ómaði út á götu frá tónlistarmönnum sem spiluðu á fjölmörgum börum í götunni. Mjög gaman er að fara með svifkláfi upp í vínhæðirnar að minnisvarða sem byggður var seint á 19. öld til minningar um fyrri sameiningu Þýskalands.

 
 
19. september           Tríer & Bernkastel –Kues í Móseldalnum

Dagurinn hefst á skemmtilegri skoðunarferð um Tríer sem Bernkastel –Kues í Móseldalnum er elsta borg Þýskalands. Þar er að finna merkilegar minjar frá tímum Rómverja. Keisarinn Augustus stofnaði borgina „Augusta Treverorum“ 16. f. Kr. eftir sigur sinn á Keltum sem þá voru fyrir í borginni. Það er margt að sjá í þessari fallegu borg, töfrandi kirkjur, fagrar barokk byggingar og borgarhliðið Porta Nigra frá 2. öld e. Kr. Að lokinni skoðunarferð verður frjáls tími til að skoða sig betur um í borginni á eigin vegum. Við snúum aftur í vínhéraðið og heimsækjum annan fallegan vínbæ við Móselána, Bernkastel-Kues. Þessi miðaldabær er einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins en falleg bindiverkshús setja svip sinn á bæinn. Hér er kjörið að kynna sér víngerð svæðisins nánar.

 
 
20. september           Bad Neuenahr-Ahrweiler, Remagen & Königswinter

Þennan skemmtilega dag byrjum við á að keyra til heilsubæjarins Bad Neuenahr – Ahrweiler. Þaðan verður ekið um Remagen hérað, en þar er brúin yfir Rín sem Ameríkanar fóru yfir í lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Um það var gerð kvikmynd á sínum tíma. Við förum um „sjöfjalla“ svæðið og heimsækjum Königswinter sem er yndislegur bær og förum þar að ævintýralegu Drachenburg höllinni.

 
 
21. september           Boppard, Mainz & vínsmökkunMainz

Eftir ys og þys undanfarinna daga er kærkomin hvíld þennan morgun í þessum huggulega bæ. Ljúft að njóta fegurðarinnar við Rín fram að hádegi. Upplagt er að skoða sig betur um í Boppard eða fá sér göngutúr meðfram ánni. Svo má láta fara vel um sig í heilsulind hótelsins, sem ekki er af verri endanum. Um hádegi verður ekið til Mainz sem oft er kölluð Gutenbergerborgin og hefur hún upp á margt að bjóða. Hér verður gefinn frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum og líta jafnvel inn á kaupmenn borgarinnar. Á leiðinni tilbaka verður áð hjá vínbónda í nágrenni Boppard og farið í skemmtilega vínsmökkun.

 
 
22. september           Heimferð frá Frankfurt

Nú er komið að heimferð eftir dásamlega daga. Eftir morgunverð verður ekið til Frankfurt. Flug þaðan er kl. 14.00 og lending í Keflavík kl. 15.35 að staðartíma.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði til milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.

 
 



 
 
Verð: 188.100 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 22.200 kr.

 
 Vínsmökkun
 
Innifalið í þátttökugjaldinu: 

• Flug og flugvallaskattar
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði
• Morgun- og kvöldverður allan tímann á hóteli
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu
• Ljósahátíðin á Rín, sigling, kvöldverður og flugeldasýning
• Íslensk fararstjórn

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn á söfn, hallir og kirkjur. Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll. Siglingar og vínsmökkun. Hádegisverðir. Þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Svifkláfur í Rüdesheim ca. € 7. Vínsmökkun í Boppard ca. € 10.

 

 
 

 Ferðaskilmálar Bændaferða


 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti