Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
18. júní           Flug til München & SillianSillian

Flogið verður með Icelandair til München. Brottför frá Keflavík kl. 7.20, en mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst fyrir brottför. Lending í München kl. 13.05 að staðartíma. Frá flugvellinum í München eru um 300 km til Sillian svo gera má ráð fyrir að rútuferðin taki tæplega 4 klst. Á leið okkur ökum við gegnum Felber-Tauern göngin og fáum við síðan hrífandi útsýni á Felber Tauern fjöllin þar sem hæsta fjall Austurríkis er að finna, Groβglockner 3797 m hátt. Við gistum á huggulegu hóteli í skógarjaðrinum, innan um alla fjalladýrðina. 2 km eru niður í Sillian þorpið.

 
 
19. júní           Ganga um Pragser Wildsee

Við byrjum daginn á að keyra stutta vegalengd yfir til Pragser Wildsee þar sem við njótum þess að koma blóðflæðinu betur af stað eftir flugið með því að ganga kringum vatnið. Þetta fagra djúpgræna fjallavatn er ein af perlum Dólómítafjallanna og á hæsta punktinum sjáum við yfir allt vatnið. Gangan er um tveir tímar og einungis er gengið um 100 m upp í móti. Síðdegis gefst góður tími til að slaka á á hótelinu.

 
 
20. júní           Misurina vatn & Cortina d‘AmpezzoCortina d‘Ampezzo

Aftur höldum við til Ítalíu, heimsækjum Misurina vatnið með stórkostlegt útsýni yfir Dólómítafjöllin, eins og ítölsku Alpafjöllin nefnast. Loftið á þessum stað á að vera sérlega heilnæmt. Áfram er haldið til Cortina, sem er ítalskur skíðabær, frægur fyrir fallegt handverk af ýmsu tagi. Eflaust kannast einhver við borgarmyndina, því hér hafa nokkrar bíómyndir verið teknar upp, eins og The Pink Panther (1963), For Your Eyes Only (1981) og Cliffhanger (1993).

 
 
21. júní           Dólómítar, St. Ulrich & kláfur upp á Pordoi fjallið

Áfram ferðumst við um Dólómítafjöllin og höldum lengra að Sellarjoch fjöllum, þar sem gefst færi á að fara með kláf upp á Pordoi fjallið í ca. 3000 m hæð. Þaðan er mikilfenglegt útsýni yfir ítölsku-, austurrísku- og frönsku Alpana, sem enginn má láta framhjá sér fara. Bærinn St. Ulrich í Grödner dalnum er einn eftirsóttasti ferðamannastaður landsins, jafnt á veturna sem á sumrin. Þar er að finna tréútskurðameistara sem þekktir eru um heim allan fyrir hæfileika sína. Til gamans má geta að Sigurður Demetz söngvari er fæddur í þessum bæ.

 
 
22.júní           Gönguferð um Drei Zinnen tindaGönguferð um Drei Zinnen tinda

Þessir tindar sem við erum núþegar búin að dáðst að álengdar eru áfángastaður okkar í dag og sérlega viðeigandi að enda á þessum toppum áður en við kveðjum svæðið. Við hefjum gönguna við fjallaselið Auronzo og göngum að Lavaredo seli þar sem tindar Drei Zinnen blasa við okkur í allri sinni dýrð. Á leið okkar til baka verða á vegi okkar kyrrlát fjallavötn sem vert er að mynda. Hádegishlé verður gert í fjallaseli á leiðinni. Gangan tekur um 4 klukkutíma og er meðalerfið með aðeins um 100 m hæðarmismun.

 
 
23. júní           Ehrwald í Tíról & áning í Innsbruck

Við kveðjum við Sillian svæðið eftir góða daga og nú bíður bærinn Ehrwald eftir okkur þar sem gist verður 3 nætur. Á leið þangað verður ekin hrífandi leið um Suður-Tíról á Ítalíu inn Eisackdalinn og norður yfir fræga Brennerskarðið. Við skoðum Innsbruck, höfuðborg Tíról, sem er umvafin töfrandi fjallafegurð. Innsbruck var ein af borgum Habsborgaranna, einnar mikilvægustu valdasættar Evrópu. Blómatími hennar var á 15. öld undir stjórn Maximilian I af Habsborg. Hann lét byggja helsta aðdráttarafl borgarinnar, húsið með gullþakinu, sem stendur við eitt fallegasta torgið í Tíról. Hægt verður að kanna borgina á eigin vegum, líta inn til kaupmanna í Maria-Theresien-Straße eða setjast niður á einhver hinna fjölmörgu kaffi- og veitingahúsa og upplifa iðandi mannlíf borgarinnar. Síðdegis verður svo ekið áfram til Ehrwald í Tíról.

 
 
24. júní           Gönguferð í EhrwaldGönguferð í Ehrwald

Við bregðum undir okkur betri fætinum í dag og sogum í okkur súrefnið á fjöllunum. Ein hugsanleg gönguleið er hringur um Thörlen fjallið við rætur Zugspitze. Við byrjum þá á því að sækja á brattann og komum að selinu Hochthörlehütte þar sem lóðrétt norðurhlíð Zugspitze nemur við Thörlenfjall. Þegar hér er komið njótum við útsýnis yfir Eibsee vatnið. Á vegi okkar verða skemmtilega sniðnar tréfígúrur. Við göngum um skóglendi niður af fjallinu og svo um blómum skrýdd engi. Þessi miðlungserfiða ganga tekur um 4 klst, en er með 600 m hækkun. Að göngu lokinni er tilvalið að láta líða úr sér í heilsulind hótelsins.

 
 
25. júní           Garmisch-Patenkirchen - Zugspitze

Í dag förum við í skoðunarferð til Garmisch-Patenkirchen í Þýskalandi, sem er einn aðal skíðabær Þýskalands. Þessi huggulegi bær er vel heimsóknarinnar virði með sín myndskreyttu hús og hlýlegan bæjarkjarna. Síðan verður farið með lest og kláfi upp á hæsta fjall Þýskalands, Zugspitze 2.963 m. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir þýsku og austurrísku Alpana, sem við getum notið yfir kaffi og kökum á toppinum. Kláfur flytur okkur svo aftur niður, áleiðis til Ehrwald.

 
 
26.júní           Heimferð frá München

Eftir ánægjulega daga höldum við út á flugvöll eftir morgunverð, en flogið verður heim kl. 14.05 frá München. Lending á Íslandi kl. 16.00 að staðartíma.

 Alpenhotel Weitlanbrunn  
 
Alpenhotel Weitlanbrunn – 5 nætur

Gist verður á 4* fjallahótelinu Weitlanbrunn í skógarjaðrinum, í 1100 m hæð yfir sjávarmáli. Um 2 km eru niður í Sillian þorpið frá hótelinu. Hótelið hefur 88 herbergi með baði, hárþurrku, sjónvarpi með gervihnattastöðvum, síma, ísskáp og öryggishólfi. Í garðinum er hugguleg sólbaðsaðstaða með bekkjum og heilsulind hótelsins býr yfir sundlaug, gufu og líkamsræktaraðstöðu. Sundlaugin er sérlega falleg, eins og byggð inn í klettavegg og stórkostlegt útsýni í hina áttina. Hægt er að bóka heilsumeðferðir gegn gjaldi.

 
 
Sporthótel Schönruh – 3 næturSporthótel Schönruh

Hótelið Schönruh er 4* og stendur í hlíð með stórkostlegri fjallasýn yfir Zugspitze og Wetterstein fjöllin. Eins og viðeigandi er á svæðinu er hótelið innréttað í huggulegum alpastíl, herbergin eru með sturtu/baðkeri, hárþurrku, síma og sjónvarpi ásamt ókeypis þráðlausri nettengingu. Glæsileg heilsulind er á hótelinu með rómversku og finnsku gufubaði, jurtagufu, innrauðum hitaklefa og heitum potti. Boðið er upp á ýmsar aðrar heilsumeðferðir gegn gjaldi. Einnig er líkamsræktaraðstaða á staðnum og aðgangur að sundlaugargarði í 400 m frá hótelinu fylgir. Einungis er um 3 mínútna gangur niður í Ehrwald þorpið, þar sem meðal annars er að finna klifurgarð. Á hótelinu er hægt að fá leigð fjallahjól og golfvöllur er í nágrenninu.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
  
 
Verð: 214.400 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 19.800 kr.

 
 Dólómítar & dalalíf
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
• Léttur hádegisverður í fjallaseli.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Aðgangur að heilsulindum hótelanna.
• Þrjár gönguferðir með heimamanni.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn á söfn, í hallir og kirkjur. Kláfar. Siglingar. Hádegisverðir. Þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Kláfur upp á Pordoi ca. € 10. Kláfur uppá Zugzpitze ca. € 52.

 

 

 

Ferðaskilmálar Bændaferða
 

 

Tengdar ferðir