29. ágúst - 5. september 2020 (8 dagar)
Á siglingu um Dóná líðum við áfram um fjölbreytilegt landslag þar sem fallegar, gamlar borgir, glæsilegir kastalar og lítil þorp skapa myndir sem minna á falleg málverk. Við fljúgum beint til München og ökum til Linz í Austurríki þar sem farið er um borð í skipið MS Modigliani. Hér í hjarta Evrópu ætlum við á næstu dögum að kynnast sögu og menningu fólksins við ána. Við byrjum á því að kasta akkeri í tónlistarborginni Vínarborg og skoðum þar m.a. fallegu Schönbrunn höllina, siglum áfram til Búdapest í Ungverjalandi þar sem sjá má óteljandi brýr og glæsilegar barokkbyggingar og förum um hið rómantíska láglendi Puszta sléttunnar. Áfram er siglt til Bratislava, höfuðborgar Slóvakíu og helstu kennileiti borgarinnar skoðuð. Við siglum upp Dóná, stoppum í bænum Dürnstein og göngum um heillandi miðbæinn. Þaðan er haldið aftur til Linz með viðkomu í forna klaustrinu Melk en í Linz stígum við á land og ökum til Passau þar sem gist verður síðustu nóttina.