Á Íslendingaslóðum - vísur

Á Íslendingaslóðum - vísur

Ferðasaga í formi vísna og mynda úr ferð á Íslendingaslóðir sumarið 2016

Ferð með Bændaferðum til Bandaríkjanna og Kanada 27. júlí - 6. ágúst 2016. Bændaferðir ferðast til Vesturheims og heimsækja Vestur-íslenskar byggðir.
Höfundur vísna Jóna Kristrún Sigurðardóttir. Ljósmyndari Júlíus Már Þórarinsson.
 

 
Lag: Grásleppu Gvendur.

 
Með Bændaferðum býsna verður gaman
er blandast hópur fer að tala saman.
Á flugi sodil (svo lítil) seinkun var
en svo í loftið tókum far. 
Flott er nú að fljúga í veðri slíku
og fyrr en varir sjáum Ameríku.

Trallað.

 
Icelandair flug á Íslendingaslóðir.jpg

 
Í Minneapolis menn vildu okkur mynda.
það máttum við nú láta okkur lynda.
Svo fórum við í fingurtest
og fengum landvist fyrir rest. (loksins)
en eftir rútu urðum við að bíða
okkur fannst þá tíminn lengi að líða.

Trallað.

 
Minneapolis hópur Bændaferða

 
Á hóteli ekki um neitt var að kvarta, 
allir fengu nóg í sig að narta.
En einnota er allt víst hér
og aftur beint í ruslið fer.
Ekki fella ætla neina dóma
ég úðaði í mig vöfflunni með rjóma.

Trallað.

 
Jónas Þór fararstjóri

 
Jónas er um flesta hluti fróður.
Mér finnst hann vera sögumaður góður.
Er ekið var um slétturnar
upphóf karlinn sögurnar.
Kaupfélögum kynntumst þarna líka.
Kannski á Ströndum höfum verslun slíka.

 
Trallað.

Lag úr fimmtíu senta glasinu.

 
(Mountain)

Á Íslendingahátíð var ansi mikið fjör
og ýmsum tækjum ekið var um stræti.
Á samkomunni orðin voru ekki heldur spör
en einkum vakti kórinn mikla kæti.(Húh!)

 
(Winnepeg)

Á frjálsum dögum mátti fólkið fara sitt og hvað
menn fóru í ýmsa garða til að skoða.
Í siglingu á Rauðá og röltu stað úr stað
og reyndar fengu á fætur dáldinn roða.

 
Lag: Það liggur svo makalaust ljómandi á mér.

 
(Gimli)

Á Gimli var hátíðin haldin í dag.
Hljómsveit í pilsum þar spilaði lag.
Skrúðgöngu veglega vorum að sjá.
Og vandaðar ræðurnar hlýddum við á.

 
Lag: úr fimmtíu senta glasinu.

 
Við Garðakirkju sáum og Stein hans Stephans G.
Strit var svo hann bjó þar ekki í næði.
Og legsteininn hans Káins þar látinn var í té.
Lítill sjúss og Jónas flutti kvæði.

 
Lag: Dúlía.

 
Winniepeg

 
(Árborg)

Í Árborg við fórum þar ýmislegt var.
Einar og Rósalind heimsóttum þar.
Svo fengum við indælan ágætis mat
og íslensku fólkið margt talað þar gat.

 
Húsin í vesturheimi

 
Viðl.

 
(Landamærin)

Á landamærunum þá langaði að fá
lífræna ávexti og fóru að gá
hvort einhverjir væru með epli og ber
og appelsínurnar þeir tóku með sér.

 
Dagarnir líða brátt höldum við heim.
Hópurinn brátt fer að svífa um geim.
Saman við höfum hér setið og kæst
samveru þökkum uns hittumst við næst.

 
 
Höfundur vísna er Jóna Kristrún Sigurðardóttir.

Ljósmyndari er Júlíus Már Þórarinsson.

 
 

 

Tengdar ferðir