Go to navigation .
Guðrún Erla bjó á Grikklandi í átta ár. Fyrst í Patra á Pelópsskaganum þar sem hún lærði grísku í eitt ár og svo á Krít þaðan sem hún lauk BA prófi frá Háskólanum í Reþymno í sögu og fornleifafræði. Á Grikklandi kynntist hún manninum sínum og eiga þau þrjú börn. Eftir að hún lauk námi flutti fjölskyldan til Chania á Krít og bjó þar í eitt og hálft ár. Hún hefur starfað sem fararstjóri á Krít og á meginlandi Grikklands. Einnig starfaði hún áður sem flugfreyja hjá Air Atlanta og bjó um tíma í Finnlandi, Danmörku og á Englandi. Eftir að hafa verið staðsett í Aþenu í tvær vikur sem flugfreyja árið 2002 heillaðist hún af landi og þjóð og ákvað að fara þangað í nám. Sumarið 2010 ákvað fjölskyldan að flytja til Íslands. Áhugamál Guðrúnar eru ferðalög, listasaga og fornleifafræði.