Anna fararstjóri

Anna fararstjóri

 
Anna Sigríður Vernharðsdóttir
fæddist árið 1969 og bjó í Kópavoginum fyrstu 37 ár ævinnar. Hún er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og starfar á fæðingardeild Landspítala.

Hún hefur verið félagi í Hjálparsveit skáta Kópavogi frá 1991 og var um tíma yfirleiðbeinandi Björgunarskólans í fyrstu hjálp.

Anna Sigríður var ekki há í loftinu þegar hún steig fyrst á skíði en skíðamennska hefur verið áhugamál hennar síðan. Mest hefur hún verið á svigskíðum og fjallaskíðum en undanfarin ár hafa gönguskíðin heillað meir og meir. Þegar ekki viðrar til skíðaiðkunar hleypur hún um borg og bý eða gengur til fjalla.
 
Anna Sigríður var í hópi  þeirra 17 fyrstu sem fengu inngöngu í fjölíþróttafélagið Landvætti í ágúst 2013.  Til þess að verða Landvættur þarf að klára fjóra ákveðna íþróttaviðburði á innan við 12 mánuðum (Skíði, Fossavatnsgangan 50 km - Hjól, Bláalónsþrautin 60 km, Sund, Urriðavatnssund 2,6 km - Hlaup, Jökulsárhlaupið 32,7 km).
 
Anna hefur verið fararstjóri í gönguskíðaferðum Bændaferða síðan 2012.   
 
 


  
Árið 2014 fer Anna Sigríður í ferðina: Á gönguskíðum í Dólómítunum 6. - 13. febrúar 2014
 Umsagnir farþega um Önnu

 
„Að hún vinnur vel er skipurlögð, er einstaklega góð í umgengni og þægileg kona"
 
„Áhugasöm og vinsamleg, sýndi fólki umhyggju og hélt mjög vel utan um hópinn."
 
„góður fararstjóri" 
 
„hún fór með hópnum í allar ferðir, passaði upp á þann sem var síðastur,glaðleg , aflaði sér upplýsinga ef þurfti" 
 
„jákvæð,glaðlind,fljót að leysa þau mál sem upp koma"
 
 

 

Tengdar ferðir
Póstlisti