Pétur fararstjóri

Pétur fararstjóri

Pétur Óli Pétursson er sérfróður um Pétursborg og Rússland almennt, enda einn fárra Íslendingasem hefur búið á þessum slóðum. Myndin er af Pétri Óla í Vetrarhöllinni í Pétursborg.
Pétur Óli Pétursson
hefur búið í mörg ár í Pétursborg, Rússlandi og er einn fárra Íslendinga á þessum slóðum. Hann á og rekur fyrirtæki í nágrenni Pétursborgar og byrjaði fyrir nokkrum árum, eiginlega fyrir tilviljun, að taka á móti íslenskum hópum og vinna sem fararstjóri. Þetta hefur undið upp á sig og er Pétur Óli orðinn í dag líklega þekktasti íslenski fararstjórinn í Pétursborg.

Hann er sérlega fróður um borgina, þekkir hreinlega hvern krók og kima og segir skemmtilega frá. Hann er skipulagður og skeleggur þegar á þarf að halda. Pétur er fæddur og uppalinn í Skagafirði, nokkuð sem hann er stoltur af og lætur gjarnan koma fram þegar tækifæri gefst.

Pétur Óli fór í fyrstu ferðina sem fararstjóri fyrir Bændaferðir í september 2006 og tókst sú ferð einstaklega vel, en síðan þá hefur hann farið í margar ferðir við góðan orðstýr. Má þar sérstaklega nefna ferðirnar til Pétursborgar og Tallinn og í glæsilega siglingu frá Moskvu til Pétursborgar. 

 
 
Umsagnir farþega um Pétur Óla:
 

„Pétur Óli er mjög fróður um sögu bæði í nútíð og fortíð og segir skemmtilega frá.“

„Einstaklega fróður fararstjóri. Skipulagður, þægilegur og hugsar vel um hópinn."

„Pétur Óli er alveg tvímælalaust stórkostlega góður fararstjóri, einstaklega fróður, öruggur og skemmtilegur ferðafélagi."
Til Péturs Óla með innilegu þakklæti fyrir frábæra leiðsögn:

Pétur Óli okkar leysir
allra vanda snilli með.
Út um trissur allar þeysir
ekkert truflar ljúflings geð.

Miðlar fróðleik mildri raustPétur Óli á sér mörg áhugamál og er hestamennskan þar á meðal
margt er gaman hjalað.
Má það teljast makalaust
hvað maðurinn fær talað.

Hefur með sér heilladísir
honum létta störfin mörg.
Valentína af visku lýsir
veitir Hugrún mörgum björg.

Geta fáir bætt um betur
brátt ég felli lofsöngshjal.
Eini gallinn á þér Pétur
er þitt ”Skagafjarðar tal”.

Megi þú ætíð lýði leiða
land um Péturs mikla, vítt.
Farþeganna ólund eyða
ætíð móta skapið blítt.

Þú sem öðrum vísar vegi
virtur sért í himnarann.
Á upprisunnar efsta degi
öll við kjósum Pétur þann.


Eitt erindi barst aðeins seinna og er sem hér segir:

”Við látum hugann reika”, er leiðir okkar skilja
og lifum upp þær stundir, er áttum saman hér.
Því endurminningarnar, sem erfiðleika hylja
er allra besta nesti, sem lífið býður þér.


Höfundur: Gunnar Kolbeinsson

 

Tengdar ferðir