Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
27. júlí           Flug til MinneapolisMinneapolis

Brottför frá Keflavík kl. 16.45. Mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2 klst. fyrir brottför. Lending í Minneapolis kl. 18.05 að staðartíma. Eftir útlendingaeftirlit og tollskoðun er haldið á hótel nærri flugvelli. Gist í tvær nætur.

 
 
28. júlí           Frjáls dagur í borginni

Í dag gefst tækifæri til að skoða sig um í borginni. Reyndar er um tvær borgir að ræða sem áin Mississippi skilur að. St. Paul er austan megin og er höfuðborg ríkisins. Vestan megin er hins vegar Minneapolis. Hótelið er vel staðsett. Það stendur nánast við Mall of America svo sem þeir sem vilja versla eru beint við uppsprettuna. Frá Mollinu gengur lítil lest niður í miðbæinn þar sem gaman er að skoða mannlífið, kíkja á söfn eða kaffihús.

 
 
29. júlí           Vestur á bóginn – Norður Dakóta

Hátíð í Mountain

Að loknum morgunverði hefst ferðin á Íslendingaslóðir í þægilegri rútu. Ágætt bil er á milli sæta, bökum má halla aftur og rúður dökkna í sólinni. Á þessum árstíma getur hiti verið á bilinu 25-30 stig. Í rútunni verður ætíð hægt að fá vatn. Ekið í vestur uns komið verður til Clearwater. Þetta er smábær í miðju landbúnaðarhéraði þar sem áð verður um hríð. Áfram er svo haldið uns komið er til Alexandria þar sem snæddur verður hádegisverður. Þaðan er svo ekið vestur til Fargo í Norður-Dakóta og þar staldrað við áður en stefnan er tekin á náttstað í Grand Forks þar sem gist verður eina nótt.

 
 
30. júlí          Íslendingahátíð á Mountain

Árið 1878 flutti allstór hópur úr Nýja-Íslandi suður til Norður-Dakóta. Ný nýlenda Íslendinga varð til, efldist og stækkaði þegar árin liðu. Fyrsta þjóðminningarhátíðin var haldin í nýlendunni 1879 og hefur verið árlegur viðburður síðan. Ekið til Mountain í hjarta íslenska landnámsins þar sem hátíðin er haldin. Hér verður fylgst með viðburðum dagsins, farin skoðunarferð um byggðina og markverðir staðir athugaðir. Um kvöldið er snæddur kvöldverður áður en ekið er að landamærunum yfir til Kanada. Við komum til Winnipeg um kvöldið og gistum á hóteli í miðbænum næstu fjórar nætur.

 
 
31. júlí          Frjáls dagur í WinnipegForks í Winnipeg

Tækifæri til að kynnast borginni betur eða eyða stund með vinum og vandamönnum. Upplagt að skoða Manitoba Museum þar sem saga mann- og dýralífs sléttunnar er sögð á einkar áhugaverðan hátt, eða jafnvel fara á nýja mannréttindasafnið, sem er handan götunnar. Rölta að svo búnu niður í The Forks sem er mikið svæði við ármót Assiniboine og Rauðár. Hér stunduðu frumbyggjar viðskipti öldum saman og hér myndaðist fyrsti byggðarkjarni hvítra á sléttunni. Á svæðinu eru söfn, ótal smáverslanir og fjöldi veitingastaða.

 
 
1. ágúst           Íslendingadagshátíð á Gimli

Þessum degi er varið við hátíðarhöldin á Gimli í Nýja-Íslandi. Fyrsta þjóðminningarhátíð Íslendinga í Norður-Ameríku var haldin í Milwaukee 2. ágúst 1874. Tilefni hennar var ný stjórnarskrá sem afhent var Íslendingum á Þingvöllum þennan sama dag. Íslendingar í Winnipeg urðu fyrstir til að gera hátíðina að árlegum viðburði og var hún haldin í almenningsgörðum borgarinnar til ársins 1932. Þá var ákveðið að flytja hana til Gimli og þar hefur hún verið síðan. Enginn íslenskur viðburður í Norður-Ameríku er eins vel þekktur og Íslendingadagurinn á Gimli. Árlega sækja hátíðina þúsundir alls staðar að úr álfunni. Hvernig minnast afkomendur Vesturfaranna upprunans á Íslandi? Það er gaman að fylgjast með heimamönnum, taka þá tali og heyra með þeirra orðum hvaða hug þeir bera til Íslands og íslensku þjóðarinnar. Tryggðin við land og þjóð er ótrúleg.

 
 
2. ágúst           Nýja-Ísland & SkoðunarferðFrá Hecla þjóðgarði

Skoðunarferð um þessa merkilegu nýlendu Íslendinga í Vesturheimi. Frá Winnipeg er ekið í norður til Árborgar. Bærinn stendur við Íslendingafljót. Þar er skemmtilegt byggðasafn sem minnir um margt á Árbæjarsafn. Allmargar byggingar sem fluttar hafa verið úr sveitunum í kring mynda lítið þorp sem gaman er að skoða með íslenskumælandi safnvörðum. Þar verður snæddur hádegisverður en svo heldur ferðin áfram. Farið verður til Riverton, sem líka stendur við Íslendingafljót. Hér eru áhugaverðir minnisvarðar sem allir tengjast íslensku landnámi. Loks er haldið til Mikleyjar sem nú kallast Provincial Park. Hér settust Íslendingar að árið 1876 og þeim sem það gerðu vegnaði vel. Þeir komust upp á lag með að veiða í vatninu og gerði það gæfumuninn. Kvöldverður snæddur á veitingahúsi á Gimli áður en snúið verður til baka á hótel í Winnipeg.

 
 
3. ágúst           Winnipeg & FargoNorður Dakota

Í dag verður Kanada kvatt og ekið til Fargo í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Við ökum ísuður og komum við í fríhöfn við landamærin. Hér verður dvalið í stutta stund, tækifæri gefst til að skipta kanadískum peningum í bandaríska og kannski kaupa einhvern minjagrip áður en farið verður yfir landamærin. Komum til Grand Forks þar sem snæddur verður hádegismatur. Ökum suður sléttuna til Fargo og gistum eina nótt.

 
 
4. ágúst           Fargo & Minneapolis

Við kveðjum Norður-Dakóta þennan morgun og ökum inn í Minnesota. Förinni er heitið í bæinn Alexandria þar sem við byrjum á að fara á safn. Þetta er nokkuð norrænt byggðarsafn, því margir fyrstu íbúar héraðsins voru norrænir Vesturfarar, flestir norskir og sænskir. Þar er að finna afar umdeildan stein, The Kensington Runestone. Á honum eru rúnir sem greina frá ferð norrænna manna á þessar slóðir á 14. öld. Af safni er farið á matstað í grenndinni og þar snæddur hádegisverður. Að honum loknum er ekið til Minneapolis þar sem gist verður eina nótt á fínum stað í miðbænum.

 
 
5. ágúst           HeimferðardagurKleinur á Gimli

Flug heim til Íslands er um kvöldið þannig að ýmislegt má gera þennan lokadag ferðar. Rýma þarf herbergi kl. 11.00 en þá er hægt að koma töskum fyrir í læstum geymslum. Hótelið er í hjarta borgarinnar og hér má nýta tímann vel. Rölta um götur miðbæjarins og skoða iðandi mannlífið. Kíkja í gallerí, söfn og búðir. Hér eru ótal kaffi- og veitingahús. Rúta flytur síðan hópinn á flugvöll kl. 16.00. Flug til Íslands er kl. 19.30.

 
 
6. ágúst           Lending í Keflavík

Flugvél Icelandair frá Minneapolis lendir um kl. 6.30 að morgni í Keflavík.

 
 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
 



 
 
Verð: 269.600 kr. á mann í tvíbýli           Allar skoðunarferðir innifaldar!

Aukagjald fyrir einbýli er 79.900 kr.

 
 Gimli
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgunverður átta morgna.
• Einn kvöldverður í Mountain.
• Einn hádegisverður í Árborg.
• Aðgangur að safni í Árborg.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir á söfn önnur en í Árborg. Máltíðir aðrar en þær sem tilgreindar eru að ofan. Þjórfé. ESTA heimild til Bandaríkjanna ca. $ 14. Forfalla- og ferðatryggingar.

 
 
Athugið:

Máltíðir eru almennt ekki innifaldar í ferðinni, nema morgunverður alla morgna. Gott er að hafa með sér nasl í bílnum, ávexti og annað slíkt. Í bílnum er til sölu vatn gegn vægu gjaldi svo enginn þarf að vera þyrstur. Stundum mun fararstjórinn panta sameiginlega máltíð eða taka frá borð á veitingastað þannig að hópurinn snæðir saman. Það er mjög mismunandi hvað kvöldverður kostar, allt miðað við hvort farþegar vilja fá sér einfalda máltíð eða fara fínt út að borða. Sem viðmiðun má gera ráð fyrir að kvöldverður kosti ekki undir 15 dollurum á mann (nema skyndibitamáltíð sem er ódýrari).

  

 
 

Bændaferðir starfa samkvæmt Almennum alferðaskilmálum SAF.
 

 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti