Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

Skíðasvæðið
02_langlaufen-samnaun-03.jpgNauders er aldagamall fallegur bær, örfáa kílómetra frá ítölsku og svissnesku landamærunum. Í ferðinni er því ætlunin að skíða í 3 löndum á einni viku! Svæðið liggur í 1.394 – 2.850 m hæð yfir sjávarmáli og því ætti snjórinn að vera gulltryggður fram á vor. Göngubrautirnar spanna um 90 km og liggja að hluta til yfir til Ítalíu, en einungis þarf að fara 8 km með strætó yfir landamærin til Sviss, þar sem hluti hinnar frægu 50 km Engadiner brautar byrjar. Skíðabrautirnar eru fjölbreyttar, en fyrst og fremst rauðar. Í bænum búa um 1600 íbúar og er hann enn umlukin gömlum virkisveggjum sem skapa einstaka stemningu. Í bænum er að finna Neuderberg kastalann frá árinu 1200, en hann hýsir í dag safn og veitingastað, en í bænum eru einnig fjöldi verslana og veitingahúsa. Skammt frá bænum var þorpi sökkt í vatn og það eina sem stendur upp úr er kirkjuturninn, sem þykir merkileg sjón.

Heimasíða Nauders: http://www.nauders.com/de

 
 

Flugið
Flogið verður með Icelandair til München. Frá München eru um 240 km til Nauders. Það má því gera ráð fyrir að rútuferðin taki rúmlega 3 klst. 
 
 

30.01.2016      Keflavík – München              FI 532             07:20 – 12:05
06.02.2016      München – Keflavík              FI 533             13:05 – 16:00

  
 

Hótelið

03_Nauders_hotel_tirolerhof_herbergi.jpgGist verður á hinu glæsilega 4* heilsuhóteli, Hotel Tirolerhof, sem staðsett er í miðbæ Nauders. Aðeins eru um 200 m þaðan í skíðabrautirnar. Á hótelinu eru 62 hlýlega innréttuð herbergi í alpastíl, með sturtu/baði, hárþurrku, síma, gervihnattasjónvarpi, peningaskáp og nettengingu gegn gjaldi. Á hótelinu er huggulegt að slaka á eftir góðan skíðadag í arinstofunni eða í heilsulind hótelsins. Í heilsulindinni er sundlaug, ýmiskonar gufuböð og slökunarherbergi. Boðið er upp á margskonar snyrtimeðferðir og nudd gegn gjaldi. Innifalið er ríkulegur morgunmatur með lífrænu horni, kaffi og kökur síðdegis og fjögurra rétta kvöldverður. Heimsíða hótelsins er: http://www.tirolerhof-nauders.at


 

 

 

Verð: 208.600 kr. á mann í tvíbýli.             Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 16.400 kr.

  
 

Innifalið

  • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
  • Ferðir milli flugvallarins í München og hótelsins í Nauders.
  • Gisting 7 nætur í tveggja manna herbergi með baði á 4* hóteli.
  • Glæsilegt morgunverðarhlaðborð með lífrænu horni.
  • Kaffi / te og kökur síðdegis.
  • Fjögurra rétta kvöldverður með valmatseðli og salatbar.
  • Aðgangur að heilsulind hótelsins.
  • Íslenskir fararstjórar sem leiðbeina og verða hópnum innan handar.  
     
     
     

Ekki innifalið

  • Hádegisverðir.
  • Kaupa þarf sérstakt kort fyrir ákveðnar gönguskíðabrautir svæðisins (vikukort € 25).
  • Aukagjald fyrir skíði í flug, 4.800 kr./ € 31 á fluglegg. 
  • Forfalla- og ferðatrygging.

04_Panorama_nauders_winter.jpg



Bændaferðir starfa samkvæmt Almennum alferðaskilmálum SAF.

 

Tengdar ferðir




Póstlisti