Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verðSkíðasvæðið

Obertauern_mynd_4.jpgÍ Obertauern eru 100 km af skíðabrekkum, 26 km af gönguskíðabrautum og 26 skíðalyftur. Aðstæður fyrir snjóbretti eru góðar og það er brettagarður. Svæðið hentar vel vönum jafnt sem byrjendum og 16 troðarar sjá um að brekkurnar séu alltaf í toppstandi. Brekkurnar liggja allan hringinn í dalnum. 61% flokkast sem auðveldar (bláar), 35% sem meðal erfiðar (rauðar) og 4% sem erfiðar (svartar). Bærinn liggur á Tan svæðinu í Tauernfjöllum, en passi fyrir svæðið veitir aðgang að 30 skíðasvæðum með 700 km af brekkum og um 300 skíðalyftum. Altnmarkt, Schladming og Dachstein skíðaþorpin eru til dæmis á þessu svæði. Í nágrenninu er hægt að stunda ísklifur, skíðaskotfimi, fara á skauta og á hestasleða. Fararstjóri mun aðstoða við leigu á skíðum, kaupum á skíðapassa og skráningu í skíðaskóla sé þess óskað. Heimasíða Obertauern er: www.obertauern.com.

 
 
 

Hótelið

Obertauern_mynd_2_hotel-zehnerkar-gross.jpgHótel Zehnerkar er nýuppgert 4*+ alpahótel í austurrískum stíl. Þetta er mjög hugglegt og hlýlegt hótel með frábærri heilsulind. Öll herbergin eru með sturtu/baðkari, flatskjá, öryggishólfi, hárþurrku og síma. Gestir fá baðslopp til afnota á meðan dvöl stendur og snyrtitösku gefins. Heilsulindin er með með nuddpotti, sundlaug, margs konar gufuböðum og svæði þar sem gott er að slappa af eftir góðan dag í fjöllunum. Boðið er upp á ýmsar tegundir af nuddi og snyrtimeðferðir og ljósabekki gegn gjaldi. Hótelið er mitt í þorpinu, stutt ganga er í nærliggjandi verslanir, aprés-ski bari, pósthús og apótek. Það eru nokkur skref að næstu skíðalyftu á svæðinu, skíðaskólanum eða skíðaleigunni. Heimasíða hótelsins er: www.zehnerkar.at.  
 
 
 
Flugið

Flogið verður með Icelandair til München og tekur flugið um 4 klst.
Þaðan eru 260 km til Obertauern, en gera má ráð fyrir að rútuferðin taki rúmlega 3 klst.

 

13.02.2016      Keflavík – München              FI532              7:20 – 12:05
20.02.2016      München – Keflavík              FI533              13:05 – 16:00Verð: 249.900 kr. á mann í tvíbýli.             Rútuferðir til og frá hóteli innifaldar!


Aukagjald fyrir tveggja manna herbergi með svölum, 10.000 kr. á mann.
Aukagjald fyrir einbýli er 24.400 kr. 
 
 
Innifalið:

Obertauern_mynd_3.jpg

 • Flug með Icelandair til München og flugvallarskattar.
 • Rútuferðir til og frá flugvellinum í München til Oberteuern.
 • Gisting 7 nætur í tveggja manna herbergi með baði á 4* hóteli í Obertauern.
 • Ríkulega útbúið morgunverðarhlaðborð.
 • Notalegt síðdegiskaffi.
 • Fjölbreyttur fjögurra rétta kvöldverður ásamt salathlaðborði og ostum.
 • Aðgangur að glæsilegri heilsulind og líkamsræktaraðstöðu. Boðið er upp á hressingardrykki og jurtate í heilsulindinni.
 • Afnot af baðslopp á meðan á dvölinni stendur.
 • Íslensk fararstjórn. Fararstjóri gistir á sama hóteli og hópurinn og getur því alltaf aðstoðað. Hann mun einnig skipuleggja skíðaferðir daglega fyrir þá sem vilja.

 

Ekki innifalið:

 • Skíðapassi (6 daga skíðapassi fyrir fullorðinn ca. € 220)
 • Aukagjald fyrir skíði í flug, 4.800 kr./ € 31 á fluglegg.
 • Hádegisverðir.
 • Forfalla- og ferðatrygging.

 
 

Bændaferðir starfa samkvæmt Almennum alferðaskilmálum SAF.

 

 

Tengdar ferðir