Verð á mann 1.999.900 kr.
Aukagjald fyrir einbýli 374.000 kr.
Innifalið
- 21 daga ferð.
- Flug og flugvallarskattar með Icelandair og Emirates. Keflavík – Dubai – Auckland. Sydney – Dubai – Keflavík.
- Áætlunarflug með Qantas frá Auckland í NZ til Melbourne í Ástralíu.
- Innanlandsflug í Ástralíu frá Melbourne til Alice Springs.
- Innanlandsflug í Ástralíu frá Ayers Rock til Cairns.
- Innanlandsflug í Ástralíu frá Cairns til Sydney.
- Allar skoðunarferðir með loftkældri rútu samkvæmt ferðalýsingu.
- Vínsmökkun Waiheke eyju.
- Aðgangur í Waitomo hellana.
- Aðgangur í Hobbitaheim.
- Aðgangur í miðstöð maórískrar menningar Te Pō.
- Aðgangur að menningarmiðstöð Kulin fólksins.
- Aðgangur að náttúruparadís kóalabirna í Phillip eyju.
- Ferð með traktor um vínekrur og vínsmökkun í Yarradalnum.
- Aðgangur upp á útsýnispall í Eureka turninum í Melbourne.
- Aðgangur að miðstöð hinna fljúgandi lækna í Alice Springs.
- Aðgangur að hinum söglega útvarpsskóla í Alice Springs.
- Aðgangur að Uluru þjóðgarðinum.
- Heimsókn á vinnustofu Walkatjara frumbyggja.
- Upplifum sólsetur við Uluru ásamt smáréttum og freyðivíni.
- Sigling að stærsta kóralrifi í heimi „Great Berrier Reef“ í Cairns. Freyðivín og smáréttir um borð. Möguleiki á að snorkla.
- Ferð með útsýniskláfi og lest í Kurunda.
- Aðgangur ásamt leiðsögn að óperuhúsinu í Sydney.
- Aðgangur að Featherdale Wildlife þjóðgarðinum.
- Sigling ásamt kvöldverði um höfnina í Sydney.
- Gisting í 2ja manna herbergi með baði á góðum hótelum skv. landsmælikvarða.
- Máltíðir samkvæmt ferðalýsingu.
(M = morgunv. H = hádegisv. K = kvöldv.)
- Innlend leiðsögn á völdum stöðum.
- Íslensk fararstjórn.
- Undirbúningsfundur með fararstjóra fyrir ferð.
Vert er að hafa í huga að sérferðir eru lengri ferðir á fjarlægari slóðir. Alltaf er eitthvað um göngur og mörg svæði eru bæði hæðótt og ójöfn undir fæti og aðgengi að áfangastöðum misjafnt og stundum krefjandi. Þess ber einnig að geta að suma daga eru dagleiðir í lengra lagi til þess að unnt sé að koma hópnum á milli markverðustu staða. Ef þú hefur einhverjar vangaveltur varðandi þetta vinsamlegast ekki hika við að hafa samband við skrifstofu Bændaferða.