Go to navigation .
Hinn árlegi jólabröns Bændaferða verður haldinn sunnudaginn 16. nóvember næstkomandi. Brönsinn verður haldinn á veitingastaðnum Vox á Hilton Nordica í Reykjavík og er frá kl. 12:30-15:00 en húsið opnar kl. 12:00
Veislustjórn verður í höndum fararstjórans og skemmtikraftsins Gísla Einarssonar og mun hann stýra skemmtuninni eins og honum einum er lagið. Katrín Halldóra Sigurðardóttir mun syngja nokkur vel valin lög og einnig verður happdrætti, kynning á ferðum ársins 2026 og allskonar skemmtilegt.
Komum og njótum saman í þeirri einstöku stemningu sem einkennir ferðir Bændaferða.
Athugið að sætaval er frjálst.
Miðaverð er 9.500 kr. á mann. Takmarkaður miðafjöldi er í boði og því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst.
Athugið að smella þarf á sunnudaginn 16. nóvember í dagatalinu hér fyrir neðan til að geta haldið áfram með miðakaup.