Kristín Jónsdóttir

Kristín Jónsdóttir

Kristín Jónsdóttir er fædd og uppalin á Íslandi og skilgreinir sig sem Breiðhylting. Eftir stúdentspróf lét hún æskudrauminn rætast og flutti til Parísar. Þar hefur Kristín búið nánast alla tíð síðan, er gift frönskum manni og á tvö uppkomin börn. Hún er með meistarapróf í þýðingafræðum og menningarmiðlun og er með leiðsögumannaréttindi í Frakklandi.

Hún hefur tekið á móti Íslendingum sem Parísardaman um árabil, bæði í París og í ferðum víðsvegar um Frakkland. Meðfram leiðsögninni þýðir hún franskar bókmenntir á íslensku, sem hafa komið út hjá Bjarti og Forlaginu.

Að auki hefur Kristín verið liðtæk í ýmsum félagsstörfum, hún er ritari alþjóðasamtakanna SPES og stjórnarmeðlimur í Tau frá Tógó sem og í Félagi leiðsögumanna í Frakklandi.
Póstlisti