Á gönguskíðum í Seiser Alm
25. janúar - 1. febrúar 2025 (8 dagar)
Kennslu- og æfingaferð á gönguskíðum í skemmtilegum félagsskap og fallegu umhverfi er sannkallaður draumur útivistarfólks. Hér er boðið upp á allt það besta til að gera ferðina að ógleymanlegu vetrarævintýri. Seiser Alm svæðið er einstaklega fallegt og útsýnið yfir Dólómítana stórkostlegt. Skíðabrautir svæðisins eru um 80 km langar og eru í 1.800 – 2.200 m hæð yfir sjávarmáli. Gist verður á góðu hóteli í bænum Seis am Schlern en þar er innifalið morgunverður, síðdegissnarl og kvöldverður. Á hótelinu er heilsulind með m.a. sauna, heitum potti og gufubaði. Flogið er með Play til Veróna og ekið sem leið liggur til Seiser Alm svæðisins. Þeir sem vilja fá sem mest út úr ferðinni er ráðlagt að vera í góðu líkamlegu formi og kunna nokkuð vel á gönguskíði þar sem þessi ferð er sérstaklega hugsuð fyrir lengra komna. Reynt verður þó að koma til móts við þarfir allra eftir því sem aðstæður leyfa.
Fararstjórn: Guðrún Helga Jónasdóttir
Skíðakennarar: Einar Ólafsson & Snorri Einarsson