Guðrún Helga Jónasdóttir

Guðrún Helga Jónasdóttir

Guðrún er mikið náttúrubarn og reynir að nýta frítímann sinn sem mest upp á fjöllum gangandi eða skíðandi. Hún hefur stundað svigskíði frá barnsaldri en tók ástfóstri við gönguskíðin á sama tíma og leiðir hennar og mannsins hennar, Einars, lágu saman. Hún hefur verið í skíðaferðum á vegum Bændaferða síðastliðin sjö ár og þekkir mjög vel til þeirra. Guðrún bjó á Ítalíu í sjö ár og talar tungumálið reiprennandi auk fjölda annarra tungumála þar sem tungumál liggja vel fyrir henni. Henni finnst gaman að umgangast fólk og finnst mannleg samskipti vera ein af hennar sterku hliðum. Hún er lærður leiðsegjandi frá leiðsöguskólanum á Íslandi og starfaði töluvert við ferðamennsku á yngri árum. 
Póstlisti