Ásta Sól Kristjánsdóttir

Ásta Sól Kristjánsdóttir

Ásta Sól er fædd á Akureyri en hefur alla tíð búið í 101 Reykjavík. Í kringum tvítugt fékk hún mikinn áhuga á málefnum Vestur-Íslendinga og vann að því að skapa ógleymanlegar upplifanir og tengja fólk við uppruna sinn á Íslandi í hátt í tvo áratugi, m.a. með því að skipuleggja ferðir um Ísland og sjá um leiðsögn. Sjálf fann hún svo rætur sínar á Vestfjörðunum. Auk M.A. prófs frá HÍ hefur hún stundað skiptinám í Kanada, lært tungumál og menningu á Spáni og kvikmyndagerð í Prag. Hún hefur ferðast víða um heim, m.a. til Kúbu, Brasilíu, Suður-Afríku og Víetnam en einnig starfað í Danmörku og í Bretlandi. Mesti frítíminn fer í uppeldi tveggja upprennandi fótboltastjarna, byggingaframkvæmdir og útihlaup.
Póstlisti