Sonja Sif Jóhannsdóttir

Sonja Sif Jóhannsdóttir

Sonja Sif Jóhannsdóttir er reynslumikill hlaupari hvort heldur utan vega eða á malbiki. Hún hefur verið viðriðin hlaupaþjálfun undanfarin 26 ár. Hún æfði frjálsar frá 6 ára aldri og byrjaði svo að þjálfa frjálsar, aðallega hlaup, fyrir tvítugt. Síðastliðin 10 ár hefur Sonja einkum fengist við þjálfun hlaupahópa og hefur undanfarin ár séð um þjálfun og hlaupanámskeið hjá UFA – Eyrarskokki sem er staðsett á Akureyri. Sonja hefur alltaf verið mikil útivistarmanneskja og stundað hlaup sér til gleði og yndisauka ásamt að taka þátt í keppnum til að takast á við mismunandi áskoranir hvort heldur hér heima eða erlendis.