Á gönguskíðum í Seefeld 5
15. - 22. febrúar 2025 (8 dagar)
Kennslu- og æfingaferð á gönguskíðum í skemmtilegum félagsskap og fallegu umhverfi er sannkallaður draumur útivistarfólks. Seefeld býður upp á allt það besta til að gera ferðina að ógleymanlegu vetrarævintýri. Svæðið við Seefeld er einstaklega fallegt og fjölbreytt. Skíðabrautir svæðisins eru rúmlega 245 km langar en þær eru í um 1.200 m hæð yfir sjávarmáli. Gist verður á glæsilegu 4* hóteli í bænum þar sem fullt fæði er innifalið. Á hótelinu er notaleg heilsulind með sundlaug, sauna og eimbaði. Flogið er með Icelandair til Innsbruck og ekið sem leið liggur til Seefeld en þangað eru aðeins um 25 km.
Í þessari ferð er skipulögð skíðagöngukennsla og því hentar hún bæði byrjendum sem lengra komnum.
Fararstjórn: Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé
Skíðakennsla: Elsa Guðrún Jónsdóttir & Kristján Hauksson