Hótel Langaholt

Hótel Langaholt

Langaholt er staðsett miðsvæðis á sunnanverðu Snæfellsnesi, við bæinn Garða í Staðarsveit sem er núna hluti Snæfellsbæjar. Svæðið umhverfis er sannkölluð náttúruperla, tignarlegur fjallgarður, jökullinn í allri sinni dýrð og gullin strönd við Faxaflóa. Í Langaholti hefur sama fjölskyldan tekið á móti ferðamönnum síðan 1978 og er hótelið nú rekið af Þorkeli Símonarsyni. Árið 2017 var gistirýmið stækkað um helming og gist verður í nýja hluta hótelsins þar sem eru 20 rúmgóð og falleg herbergi sem öll eru með útgengi á svalir eða verönd og magnað útsýni að Snæfellsjökli. 

Skoða Hótel Langaholt nánar.