Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
24. september           Flug til München & ekið að Bled-vatniBled kastalinn

Brottför frá Keflavík kl. 7.20. Mæting í Leifsstöð um 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13.05 að staðartíma ( + 2 klst.) Þaðan verður ekið að Bled-vatni í Slóveníu sem er með fegurstu perlum Alpanna og þar gist í tvær nætur.

 
 
25. september           Eyjan Blejski otok & Bled kastalinn

Eftir morgunverð förum við í siglingu út í eyjuna Blejski otok, en þar er fallega Maríukirkjan með óskabjöllunni frægu. Síðan verður ekið upp að Bled kastalanum, miðaldakastala sem stendur í 139 m hæð á hamri við norðurbakka vatnsins. Kastalinn er talinn vera elsti kastali Slóveníu og er eitt mesta aðdráttarafl landsins. Þaðan gefur að líta stórkostlegt útsýni yfir svæðið. Síðdegis gefst einnig frjáls tími til að taka það rólega og njóta svæðisins.

 
 
26. september           Rósahöfnin & Postojna dropasteinshellarnirPostojna dropasteinshellarnir

Í dag verður ekið til Portorož í Slóveníu eða Rósahafnarinnar svokölluðu, þar sem gist verður í fimm nætur. Á leiðinni þangað verður komið til Postojna, en þar eru hinir víðfrægu dropasteinshellar. Þar er einnig mjög fallegt umhverfi með nokkrum minjagripaverslunum, veitingastöðum og kaffihúsum.

 
 
27. september           Sigling til Piran & Izola

Í dag verður hægt að sigla til Izola og Piran, sem eru sannkallaðar perlur Istríastrandarinnar. Byrjum á að sigla til Izola, þar sem við stöldrum örlítið við og höldum svo ferðinni áfram til Piran, yndislegs bæjar sem áhugavert er að skoða. Þar fæddist fiðluleikarinn og tónskáldið Tartini, en minnisvarði um hann stendur á hinu glæsilega Tartini-torgi. Eins er gaman að skoða Georgskirkjuna, sem er tignarleg á frábærum stað á stöndinni. Þarna er sérstaklega fallegt og gaman að sigla að þessum bæjum.

 
 
28. september           Frjáls dagur í Portorož

Frjáls dagur til að kanna umhverfið og einnig tilvalið að nýta sér aðstöðu hótelsins til afslöppunar. Þá er hægt að ganga yfir til Piran með ströndinni.

 
 
29. september           Dagsferð til Króatíu – Rovinj og vínbóndi í PazinHrastovlje & Koper

Króatía tekur á móti okkur í dag í allri sinni dýrð. Áður en við ökum til Rovinj, yndislegs listamannabæjar við Istríaströndina, verður ekið framhjá Limski skurðinum fræga á leið okkar til Pazin, þar sem við snæðum léttan hádegisverð hjá vínbónda.

 
 
30. september           Hrastovlje & Koper

Eftir morgunverð verður ekinn spotti inn í land til þorpsins Hrastovlje. Þar stendur þekkt kirkja heilagrar þrenningar, sem byggð var í rómantískum stíl á 12. og 13. öld. Kirkjan er þekkt fyrir freskur sínar, sem þekja innveggi og þekktust þeirra er eflaust „Dauðadansinn“ frá 15. öld. Þaðan verður ekið til Koper, fallegs bæjar og einu hafnarborgar Slóveníu. Þar verður hægt að líta inn í nýtt verslunarhús.

 
 
1. október            Portorož – SalzburgSalzburg

Nú kveðjum við Portorož og ökum til fæðingarborgar Mozarts, Salzburg, þar sem gist verður í þrjár nætur. Borgin er þekkt fyrir byggingar í barokkstíl og hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan árið 1996, en Salzburg er í hugum margra hin sannkallaða perla Austurríkis. Frá Portorož verður ekið um Trieste, Palmanova, Udine um Villach til Spittal an der Drau, en þar verður stoppað til að fá sér hádegishressingu.

 
 
2. október           Arnarhreiðrið & Köningsee

Nú liggur leið okkar til Berchtesgaden þar sem Arnarhreiður Hitlers er. Bormann lét byggja það og færa honum að gjöf frá ríkinu á 50 ára afmæli hans, en Hitler sjálfur valdi tindinn Kehlstein sem byggingarstað í 1.834 m hæð . Á leiðinni til baka verður áð við Köningsee vatnið, sem þekkt er fyrir náttúrufegurð og er einn eftirsóttasti ferðamannastaður Þýskalands.

 
 
3. október           Dagur í SalzburgMirabellgarðurinn í Salzburg

Við byrjum á að fara í skoðunarferð um borgina, skoðum Mirabellgarðinn og göngum eftir Getreidegasse sem er með elstu og þekktustu götum borgarinnar, en þar er mjög áhugavert Mozartsafn. Einnig förum við upp í kastalann Hohensalzburg, en þar var hluti kvikmyndarinnar Söngvaseiðs eða „Sound of Music“ tekinn upp. Stórkostlegt útsýni er þaðan yfir Salzburgerland og borgina.

 
 
4. október           Heimferð

Það er komið að heimferð, stefnan er tekin á München. Brottför þaðan kl. 14.05 og lending í Keflavík kl. 16.00 að staðartíma.

 
 
Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

 
 
  
Verð: 219.900 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 34.400 kr.

 
 Bled vatn & RósahöfninPG
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallaskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgun- og kvöldverður allan tímann á hótelum.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur. Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll. Siglingar og vínsmökkun. Hádegisverðir. Þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Sigling út í Blejski Otok eyju ca. € 12. Aðgangseyrir í Maríukirkjuna ca. € 6. Bled kastali ca. € 8. Postojna dropasteinshellar ca. € 20. Sigling til Piran og Izola ca. € 18. Léttur hádegisverður í Pazin ca. € 13. Aðgangur Arnarhreiðrið ca. € 16. Kláfur upp í Salzburgkastala ca. € 11. 
 
 Ferðaskilmálar Bændaferða

 

Tengdar ferðir