Síðsumarsæla í Portorož - Félag eldri borgara í Mosó

Óviðjafnanleg náttúrufegurð, menning og slökun einkenna þessa skemmtilegu ferð sem byrjar á flugi til Feneyja þar sem gist verður eina nótt í nágrenni flugvallarins. Á leið okkar til Rósahafnarinnar eða Portorož, sem verður aðaláfangastaður ferðarinnar, skoðum við okkur um í hinum víðfrægu Postojna dropasteinshellum en umhverfi hellanna er mjög fallegt. Við eigum ljúfar stundir í Portorož og höldum m.a. í siglingu til Izola og Piran, sem eru sannkallaðar perlur Istríastrandarinnar. Í Piran skoðum við minnismerki um fiðluleikarinn og tónskáldið Tartini og lítum á Georgskirkjuna sem stendur tignarleg á fallegum stað á ströndinni. Við höldum til yndislega listamannabæjarins Rovinj í Króatíu sem tekur á móti okkur í allri sinni dýrð og heimsækjum vínbónda í Pazin þar sem við snæðum léttan málsverð. Einnig verður komið til ítölsku hafnarborgarinnar Trieste þar sem einstakt andrúmsloftið ber keim af austurrískum, ungverskum og slóvenskum áhrifum.

Verð á mann 299.500 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 79.200 kr.


Innifalið

  • 8 daga ferð.
  • Flug með Play og flugvallarskattar.
  • Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
  • Morgun- og kvöldverðir allan tímann á hótelum.
  • Léttur hádegisverður í Pazin
  • Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
  • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

  • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur önnur en talin eru upp undir innifalið.
  • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll
  • Siglingar.
  • Hádegisverðir aðrir en í Pazin.
  • Vínsmökkun.
  • Þjórfé.
  • Ferða- og forfallatryggingar.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

5. september | Flug til Feneyja

Brottför frá Keflavík kl. 14:45. Mæting í Leifsstöð u.þ.b. 2,5 klst. fyrir brottför. Lending í Feneyjum kl. 21:05 að staðartíma. Ekið á hótel í nágrenni flugvallar þar sem gist verður fyrstu nóttina og létt kvöldsnarl bíður okkar.

6. september | Rósahöfnin & Postojna dropasteinshellarnir

Þá verður ekið til Portorož í Slóveníu eða Rósahafnarinnar svokölluðu, þar sem gist verður í sex nætur. Á leiðinni þangað verður komið til Postojna en þar eru hinir víðfrægu dropasteinshellar. Umhverfi hellanna er mjög fallegt og hægt að skoða sig um í minjagripaverslunum eða kíkja á veitingastaði og kaffihús. Við tökum okkur góðan tíma til að kanna svæðið og njóta. Ferðin heldur því næst áfram til Portorož sem tekur á móti okkur með sínum suðræna blæ.

7. september | Frjáls dagur í Portorož

Þennan dag ætlum við að njóta þess að vera á þessum fagra stað. Tilvalið er að nýta sér aðstöðu hótelsins til afslöppunar eða rölta um bæinn og skoða mannlífið.

Opna allt

8. september | Sigling til Piran & Izola

Haldið verður í siglingu til sjávarþorpanna Izola og Piran, sem eru sannkallaðar perlur Istríastrandarinnar. Í Izola stígum við örstutt í land en höldum svo ferðinni áfram til Piran, yndislegs bæjar sem áhugavert er að skoða. Þar fæddist fiðluleikarinn og tónskáldið Tartini en minnisvarði um hann stendur á hinu glæsilega Tartini torgi. Eins er gaman að skoða Georgskirkjuna, sem stendur tignarleg á fallegum stað á ströndinni.

9. september | Dagsferð til Rovinj í Króatíu & vínbóndi

Á dagskránni í dag er heimsókn til Króatíu sem tekur á móti okkur í allri sinni dýrð. Við ökum til Rovinj, yndislegs listamannabæjar við Istríaströndina en þar úti fyrir eru 22 eyjar, stærst þeirra er eyjan Sveta Katharina og sést hún vel frá gamla bænum. Við höldum í göngu upp að kirkju heilagrar Euphemiu en þaðan er glæsilegt útsýni yfir þessa litríku gömlu borg. Einnig munum við halda niður listamannagötuna og um elsta hluta bæjarins. Tími gefst til að kanna umhverfið og fá sér jafnvel svaladrykk. Á heimleiðinni verður komið við í Pazin þar sem við snæðum léttan málsverð hjá vínbónda.

10. september | Frjáls dagur

Nú eigum við aftur heilan dag til að njóta í rólegheitunum í þessum fallega bæ en einnig er dásamlegt er að ganga eftir strandlengjunni yfir til Piran ef áhugi er fyrir því að kynna sér þann bæ betur.

11. september | Dagur í Trieste á Ítalíu

Við ætlum í dag til fallegu hafnarborgarinnar Trieste á Ítalíu en hér má finna einstakt andrúmsloft sem ber keim af austurrískum, ungverskum og slóvenskum áhrifum. Í Trieste er til dæmis hægt að rölta að aðaltorginu, Piazza Unità d‘Italia, og dást að stórbrotnum arkitektúr borgarinnar og að síkinu Canal Grande sem er einn mest myndaði staður borgarinnar enda afar sjarmerandi. Hér er líka gaman að setjast inn á eitt af sögulegum kaffihúsum borgarinnnar en Trieste er þekkt fyrir einstaka kaffihúsamenningu og heimamenn drekka um tvöfalt meira kaffi en meðal Ítalinn.

12. september | Heimferð

Það er komið að heimferð og er stefnan tekin á Feneyjar. Brottför þaðan kl. 22:05 og lending í Keflavík kl. 00:40 að staðartíma. 

Fararstjóri getur fært dagskrárliði á milli daga eftir þörfum þegar komið er á staðinn.

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Íris Sveinsdóttir

Ég heiti Íris Sveinsdóttir og er hárgreiðslumeistari að mennt. Ég rek hárgreiðslustofur bæði á Íslandi og í Þýskalandi, en þar bjó ég í rúm 20 ár þangað til að ég ákvað að flytja aftur heim til Íslands 2007. Eftir heimkomuna hóf ég leiðsögunám í Endurmenntun Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 2009. Síðan þá hef ég starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og erlendis.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790




Póstlisti