Trítlað í Sölden

Ötztal er einn fallegasti dalur austurrísku Alpanna og býður hann upp á einstaka möguleika til gönguferða og útiveru. Á þessu fallega alpasvæði má finna tignarlega tinda, tær vötn, ár og skóga og er dalurinn innrammaður af 250 fjallstindum sem ná upp fyrir 3.000 m hæð. Það er úr nógu að velja en á svæðinu eru um 1.600 km af merktum gönguleiðum. Áhersla er lögð á að njóta útivistar á þessum yndislega stað, anda að sér fersku fjallalofti og njóta félagsskapar samferðafólks. Gist verður í 7 nætur á huggulegu 4* fjölskyldureknu hóteli í alpastíl. Að loknum góðum göngudegi er tilvalið að láta líða úr sér í heilsulind hótelsins sem hefur að geyma bæði gufuböð af ýmsu tagi og sundlaug. Í þessum fallegu fjallasölum má svo sannarlega upplifa ógleymanleg ævintýri jafnt sem slökun.

Verð á mann 239.900 kr.

Aukagjald fyrir einbýli 18.800 kr.

Aukagjald á mann í tvíbýli í Deluxe herbergi 6.300 kr.

Athugið að ef til þess kemur að Bændaferðir þurfi að fella niður ferðina er hún endurgreidd að fullu.

Innifalið

 • 8 daga ferð.
 • Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
 • Ferðir á milli flugvallarins í München og hótelsins í Sölden.
 • Gisting í 2ja manna herbergi með baði/sturtu á fjögurra stjörnu hóteli í Sölden.
 • Ríkulegur morgunverður.
 • Vel útilátinn margrétta kvöldverður með salatbar og eftirréttahlaðborði.
 • Síðdegissnarl með kökum og léttum réttum á hótelinu (drykkir ekki innifaldir).
 • Aðgangur að heilsulind hótelsins.
 • Aðgangur að sundlaugargarðinum Aqua Dome.
 • Aðgangur að líkamsræktarstöðinni Gipfelsturm.
 • Göngudagskrá.
 • Leiðsögn staðarleiðsögumanns í gönguferðum. 
 • Íslensk fararstjórn.

Ekki innifalið

 • Aðgangseyrir inn í söfn, hallir og kirkjur.
 • Kláfar eða stólalyftur upp á fjöll og leigubílaakstur.
 • Hádegisverðir.
 • Þjórfé.
 • Ötztal card í 7 daga ca € 82.

Undirbúningur

Mikilvægt er að þátttakendur séu í ágætis gönguformi en besti undirbúningurinn er að ganga reglulega á fjöll. Fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu er gott að fara upp að Steini í Esjunni a.m.k. þrisvar til fjórum sinnum fyrir ferðina. Ágætis viðmið er að geta gengið upp að Steini Esjunnar á innan við 2 klst. og líða vel eftir gönguna. Þeir sem búa fjær velja sér sitt staðarfjall til að ganga á og sameina þar með undirbúning og útiveru. Því fylgir mikil ánægja að æfa fyrir gönguferð af þessu tagi og farþegar njóta sjálfrar ferðarinnar miklu betur ef þeir æfa og undirbúa sig vel fyrir ferðina.

Kort af ferðinni

FerðalýsingPrenta ferðalýsingu

Flugið

Flogið verður með Icelandair til München þann 2. september. Brottför frá Keflavík kl. 7:20 en mæting í Leifsstöð í síðasta lagi 2,5 klst fyrir brottför. Lending í München kl. 13:05 að staðartíma. Frá flugvellinum eru um 280 km til Sölden svo gera má ráð fyrir að rútuferðin taki um 4 klst. Á heimleið 9. september leggjum við af stað út á flugvöll eftir morgunverð og síðan flogið heim kl. 14:05 frá München. Lending á Íslandi kl. 16:00 að staðartíma.

Svæðið

Ötztal dalurinn, sem er 65 km langur, skilur að Stubai fjallgarðinn í austri og Ötztal fjöllin í vestri. Þetta er einstaklega fallegur dalur í vesturhluta Tíról sem líklega er hvað frægastur fyrir ísmanninn Ötzi; um 5.000 ára gamla múmíu sem þýskir ferðamenn fundu í 3.200 m hæð árið 1991. Gist verður í bænum Längenfeld sem er stærsti bær svæðisins, mitt í dalnum. Längenfeld er í 1.200 m hæð og einungis um 13 km frá hinum þekkta skíðabæ Sölden. Á staðnum er sérlega glæsilegur sundlaugargarður, Aqua Dome, og er aðgangur að honum innifalinn. Ötztal dalurinn býður upp á einstaka möguleika til gönguferða og útiveru, en á þessu fallega Alpasvæði má finna tignarlega tinda, tær vötn, ár og skóga. Wildspitze, hæsta fjall Ötztal Alpanna, trónir í 3.770 m yfir dalnum. Þá er stórkostlegt að horfa á Stuibenfall fossinn, hæsta foss Tíróls, steypast 160 metra niður klettaveggina í skógivöxnum hlíðunum. 

Gönguferðirnar

Farið verður í skipulagðar gönguferðir með staðarleiðsögumanni en íslenski fararstjórinn verður að sjálfsögðu ávallt með í för. Ákvarðanir um dagleiðirnar verða teknar með skömmum fyrirvara, eftir veðri og aðstæðum. Hvaða dag sem er geta farþegar valið að fara styttri leiðir á eigin vegum eða hreinlega taka það rólega á hótelinu og njóta þess sem heilsulindin og nágrennið hefur upp á að bjóða.

Opna allt

Tillögur að dagleiðum 3. - 8. september

Hér á eftir eru tekin dæmi um 5 mismunandi dagleiðir sem eru líklegar til að vera á dagskránni þessa viku en einn dagur er frjáls dagur.

1. Hauersee

Leigubíll flytur okkur innst í dalinn, upp í 1.964 m hæð. (Leigubílakostnaður er um € 20 á mann). Við fylgjum síðan gönguslóða yfir Eggen fjallgarðinn þar til komið er að kyrrláta fjallvatninu Hauersee. Yfir vatninu trónir jökull sem varpar sérstakri birtu á vatnið. Hér munum við staldra við, láta þreytuna líða úr okkur og næra okkur áður en haldið verður til baka. Á bakaleiðinni horfum við yfir hinn gróðursæla Ötztal dal og njótum útsýnisins.

 • Göngutími: ca 3,5 klst
 • Hækkun: 400 m
 • Erfiðleikastig: miðlungserfitt

2. Stallwiesalm og Kleblealm selin

Farið verður til Sölden og þaðan gengið upp í hlíðarnar fyrir ofan bæinn. Fyrst er gengið á vegum skógarhöggsmanna um greniskóginn en síðar eftir slóða til Windachtal. Þaðan sækir stutt á brattann þar til við komum að rómantíska enginu við Kleblealm selið. Aðeins seinna er komið að selinu Stallwiesalm en þar er hægt að fá sér hressingu. Haldið verður aftur til Sölden eftir skógarvegum.

 • Göngutími: ca 4,5 klst
 • Hækkun: 600 m
 • Erfiðleikastig: miðlungserfitt

3. Wetterkreuzkogen und Wörgetal

Í dag tökum við Acherkogelbahn kláfinn frá Ötz upp í Hochötz og hefjum þar gönguna upp að Wetterkreuz, sem er í 2.572 m hæð, en þaðan njótum við stórkostlegs útsýnis til allra átta. Við tökum hér stutt hlé áður en haldið er áfram upp til Wörgetal. Á leið okkar göngum við fram hjá draumkenndum fjallatjörnum og stiklum yfir tifandi læki. Grösug blómaengi breiða á móti okkur faðminn á göngunni að Pochersee vatninu en þar verður mæðinni kastað áður en farið verður aftur í kláfinn við Hochötz.

 • Göngutími: ca 5,5 klst
 • Hækkun: 650 m
 • Erfiðleikastig: miðlungserfitt

4. Rotmoosferner og Obergurgl

Við förum með bílum til Obergurgl en svo með kláfinum Hohen-Mut-Bahn upp í 2.670 m hæð. Þarna í hæstu hæðum blasa við okkur tugir jökla og tinda yfir 3.000 m á hæð. Gengið verður eftir fjallsstíg við rætur Rotmoosferner fjallsins og á bakaleiðinni förum við í gegnum dalinn en þar má jafnvel finna eðalsteina á stangli. Við enda dalsins tökum við góða pásu við Schönwieshütte í 2.270 m hæð. Síðasta spölinn göngum við í gegnum 300 ára gamlan skóg að upphafspunkti göngunnar. 

 • Göngutími: ca 5 klst
 • Lækkun: 700 m
 • Erfiðleikastig: miðlungserfitt

5. Hochjoch-Hospiz í Vent

Farið með bílum til Vent en þaðan fylgjum við þægilegum göngustígum að hæstu bóndabæjum Austurríkis sem enn eru í byggð. Við göngum um dalinn Rofental eftir voldugu gljúfri þar til komið er að veitingastaðnum Hochjoch-Hospiz. Þar nærum við okkur og hvílum áður en haldið er til baka.

 • Göngutími: ca 6 klst
 • Hækkun: 550 m
 • Erfiðleikastig: miðlungserfitt

Myndir úr ferðinni

Fararstjórn

Sigrún Valbergsdóttir

Sigrún Valbergsdóttir er fædd í Hafnarfirði og alin upp í Reykjavík. Sem barn dvaldi hún öll sumur í Svarfaðardal en á unglingsárunum rak móðir hennar sumarhótel í Grundarfirði og þar gekk hún um beina á daginn en upp til fjalla þegar kvöldaði. Sigrún hefur verið fararstjóri hjá Bændaferðum í aðventuferðum til Þýskalands og Austurríkis, einnig í Gardavatnsferðum og gönguferðum um Austurríki, Suður-Tíról og Færeyjar. 

Hótel

Wanderhotel Rita

Hotel Rita er glæsilegt fjölskyldurekið 4* heilsuhótel í austurrískum stíl. Herbergin eru hlýlega innréttuð með svölum, baði / sturtu, hárþurrku, sjónvarpi, þráðlausri nettengingu, síma og öryggishólfi. Morgunverðarhlaðborðið er fjölbreytt, kvöldverðurinn samanstendur af 6 rétta matseðli ásamt salatbar og endar á osta- og eftirréttahlaðborði. Síðdegis býður hótelið upp á létta smárétti ásamt sætmeti. Engir drykkir eru innifaldir. Eftir góða gönguferð er kærkomið að slappa af í heilsulind hótelsins, en þar er að finna nokkrar tegundir gufubaða og innisundlaug. Aðgangur er innifalinn og fá gestir slopp, baðhandklæði og inniskó til afnota, en hægt er að panta sér ýmsar heilsu- og snyrtimeðferðir gegn gjaldi. Á hótelinu er hægt að fá leigðan ýmsan útbúnað fyrir gönguferðir, s.s. göngustafi, bakpoka, drykkjarflöskur og púlsúr. Jafnframt er hjólaleiga á hótelinu.

Senda fyrirspurn um ferð

bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Sími: 570 2790

Opnunartími þjónustusíma:
Mán.-fös. 08:30-16:00