Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
23. apríl           Flug til München & PilsenPilsner Urquelle bjórbrugghúsið heimsótt

Brottför frá Keflavík kl. 7.20. Mæting í Leifsstöð um 2 klst. fyrir brottför. Lending í München kl. 13.05 að staðartíma (+ 2 klst). Nú verður ekið beint til Pilsen í Tékklandi, þar sem gist verður í eina nótt. Pilsen er ein af mikilvægustu viðskipta- og verslunarborgum landsins og var menningarborg Evrópu árið 2015. Borgin er heimsfræg fyrir bjórinn Pilsner Urquelle og Skoda verksmiðjurnar.

 
 
24. apríl           Pilsner Urquelle & Gullborgin Prag

Byrjum daginn rólega, en upplagt er að fara í stutta göngu með fararstjóranum. Síðan ætlum við að heimsækja Pilsner Urquelle bjórbrugghúsið sem býður upp á einn frægasta bjór landsins. Við förum í skoðunarferð um brugghúsið og borðum þar léttan hádegisverð. Fyrir þá sem kunna að meta góðan bjór er upplagt að smakka á heimsfrægri afurðinni. Ferðinni verður haldið áfram til Gullborgarinnar Prag þar sem gist verður í 4 nætur á góðu hóteli í miðbænum við hið sögufræga Wenzeltorgsins.

 
 
25. apríl           Skoðum Hradcany-Prazský hradDagur í Prag

Fyrri part dags verður farið í skoðunarferð um Hradcanykastala, sem hefur verið bústaður forseta lýðveldisins síðan 1918. Á 9. öld byrjaði fursta- og biskupsdæmið í Prag að byggjast þar upp. Svæðið er einn merkilegasti og áhugaverðasti hluti Prag og þar má njóta glæsilegs útsýnis frá hallarsvæðinu yfir borgina. Hér væri mjög gaman að borða saman í hádeginu og eftir það er möguleiki á glæsilegri siglingu á Moldau.

 

26. apríl           Dagur í Prag & frjáls tími

Við hefjum daginn á skoðunarferð um þessa glæsilegu höfuðborg Tékklands. Íbúar borgarinnar eru 1,2 milljónir en Prag hefur verið ein helsta menningarmiðstöð Evrópu um aldir. Farið verður að Karlsbrúnni, ráðhúsinu með stjörnuklukkunni og Wenzeltorginu svo eitthvað sé nefnt. Eftir hádegið gefst gestum frjáls tími til að kanna borgina á eigin vegum. Einnig verður í boði að fara í áhugaverða skoðunarferð um Gyðingahverfið eftir hádegishressingu. 

 
 
27. apríl           Frjáls dagur í PragSkoðum hallarsvæðið Hradčany - Pražský hrad

Í dag gefst hverjum og einum tækifæri til að kanna nánar eitthvað af því sem tæpt var á í skoðunarferð gærdagsins. Ótal margt er að sjá og skoða í þessari glæsilegu borg. Upplagt er að skoða sig betur um, kanna líf bæjarbúa og umfram allt njóta dagsins. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður á veitingastað frá 13. öld við ráðhústurninn, en hann prýðir ein af frægustu stjörnuklukkum veraldar.

 
 
28. apríl           Prag, Karlovy Vary & Nürnberg

Í dag tökum við daginn snemma og leggjum af stað til Nürnberg, sem er höfuðborg Frankenhéraðsins í Þýskalandi. Við munum gista þar í 2 nætur. Á leiðinni verður komið til Karlovy Vary (Karlsbad), sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Tékklands vegna heilsulindanna og fegurðar sinnar. Við stoppum þar í góðan tíma og kynnumst staðnum.

 
 
29. apríl           Skemmtilegur dagur í NürnbergNürnberg

Nürnberg er gömul ríkisborg með um 550.000 íbúa. Þar er margt að skoða, t.d. borgarmúrinn, kirkjur, söfn og höllina Kaiserburg. Farið verður í skemmtilega skoðunarferð um helstu staði borgarinnar og síðan verður gefinn frjáls tími til að njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða og kanna borgina betur á eigin vegum. Fjölmargar skemmtilegar verslanir eru í borginni.

 
 
30. apríl           Heimferð frá München

Nú er komið að heimferð eftir þessa glæsilegu ferð og að loknum morgunverði verður ekið til München. Flug þaðan kl. 14:05 og lending í Keflavík kl. 16:00 að staðartíma.

 
 
Fararstjóri getur fært dagskrá milli daga eftir því sem þörf þykir þegar komið er á staðinn.

 
 



 
 
Verð: 186.600 kr. á mann í tvíbýli.           Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 47.200 kr.

 Gullborgin Prag
 
 
Innifalið: 

• Flug með Icelandair og flugvallarskattar.
• Gisting í 2ja manna herbergi með baði.
• Morgun- og kvöldverðir allan tímann á hótelum.
• Einn kvöldverður á veitingastað frá 13. öld við ráðhústurninn.
• Allar skoðunarferðir með rútu samkvæmt ferðalýsingu.
• Íslensk fararstjórn.

 
 
 
Ekki innifalið:

Aðgangseyrir í söfn, hallir og kirkjur. Siglingar. Vín- eða bjórsmökkun. Hádegisverðir. Þjórfé.

 
 
Valfrjálst:

Pilsner Urquelle bjórbrugghúsið og safn ca. € 14. Aðgangur í Gullgötuna og Hradčany kastalann í Prag ca. € 17.

 

  
 

Ferðaskilmálar Bændaferða

 
 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti