Ferðir Bændaferða væntanlegar í sölu
Strax eftir Verslunarmannahelgina opnum við fyrir sölu í páska- og vorferðir. Gættu þess að bíða ekki of lengi og missa af draumafríinu, flestar þessara ferða seljast hratt upp. Skráið ykkur á póstlistann til að fylgjast með þegar opnað verður fyrir söluna og kynntu þér úrvalið hér að neðan.
Skráning á póstlista Bændaferða
Kanarí & Tene 17. mars – 2. apríl – auka ferð

Upplifðu eyjarnar dásamlegu sem Íslendingum eru að góðu kunnar á glænýjan hátt. Sambærileg ferð seldist upp og því bjóðum við upp á aðra eins ferð, á besta tíma. Komdu með og upplifðu gullfallega náttúru, girnilega matargerðarlist og áhugaverða sögu og menningu í þessari hugljúfu ferð.
Þú getur kynnt þér fyrri ferðina hér
Páskar á Sikiley 29. mars – 9. apríl

Upplifðu sannkallaða páskasælu á undurfögru og sólríku eyjunni Sikiley. Flogið verður til Palermo þar sem borgin og nágrenni verður grandskoðað. Tímalausir bæir og heillandi matargerðarlist ásamt öllu því áhugaverða sem fyrir augu ber, auk þess sem slóð Atómskáldsins verður rakin. Þessi ferð verður sannkallað páskaegg í dyggri fararstjórn Hófýjar okkar.
Páskar á Madeira 31. mars – 7. apríl

Á blómaeyjunni fögru, Madeiru má vafalítið finna páskaliljur og aðrar dásamlegar plöntur innan um stórbrotið landslag og dáleiðandi sólsetur. Oft nefnd Hawaii Evrópu, státar Madeira af mildu loftslagi, fjölbreyttri afþreyingu, gómsætri matarmenningu auk vínframleiðslu sem verður að sjálfsögðu heimsótt.
Páskar við Bodensee 31. mars – 7. apríl

Hér er á ferðinni ljúf og glæsileg ferð þar sem einstök náttúrufegurð og hrífandi menningarsaga Bodensee svæðisins, sem stundum hefur verið nefnd sál Evrópu ræður ríkjum. Við könnum bæi og borgir, fossa og ævintýrakastala í þessu töfrandi umhverfi sem vafalítið munu framkalla málshátt eða tvo.
Páskar í Toskana & Assisi 1. – 11. apríl

Ef eitthvað er fegurra en vorkvöld í Reykjavík eru það vorkvöldin í Toskana. Töfrandi blær héraðsins og yndislegt andrúmsloft rivíerunnar við Miðjarðarhafið, með blaktandi pálmatrjám og hrífandi ströndum, leika við okkur í þessari ferð. Varla þarf að minnast á dásemdar kræsingarnar sem eru á hverju strái í þessu krúnudjásni matarbúrs Ítalíu en einnig verður ríkulegt hlaðborð af fallegum borgum og hrífandi menningu.
Páskar í Tossa de Mar & St. Tropez 4. – 16. apríl

Við byrjum þessa glæsilegu páskaferð í yndislega bænum Tossa de Mar áður en franska rivíeran Côte d’Azur tekur á móti okkur í allri sinni dýrð. Við siglum meðfram Costa Brava ströndinni sem lætur engan ósnortinn með óviðjafnanlegri náttúrufegurð sinni og heimsækjum auk þess helstu perlurnar í nágrenninu. Ef Monte Carlo og Mónaco, Listamannabærinn St. Tropez og rauði dregillinn í Cannes hljóma heillandi er þetta páskaferðin fyrir þig.
Vordagar í Stresa & Lerici 25. apríl – 2. maí

Lago Maggiore vatnið er líklega eitt besta dæmið um mikilfenglega fegurð ítölsku Alpanna en þar ætlum við að láta dekra við okkur í bænum Stresa. Ölduniður, glæsileiki og rómantík sem þar er að finna er einstök blanda fyrir sál og líkama. Síðari hluta ferðarinnar dveljum við í Bænum Lerici við Skáldaflóann La Spezia. Dásamlegir könnunarleiðangrar eru í boði á báðum áfangastöðum en ekki gleyma að slaka á og njóta hleðslunnar sem kemur frá þessum mögnuðu áfangastöðum.
Umbria & Toskana 9. – 18. maí

Ef eitthvað svæði á Ítalíu er fegurra en Toskana héraðið er það mögulega Umbria. Þessi ferð sameinar þessi tvö hrífandi svæði í einstaklega töfrandi ferð sem enginn unnandi ítalskrar matargerðar, menningar og lista ætti að missa af. Virkisborgir og vínekrur einkenna þessa dásamlegu upplifun.