Holland & Belgía: Leyndar perlur Evrópu

Holland & Belgía: Leyndar perlur Evrópu

Ó, hin heillandi Belgía og Holland! Þessir dásamlegu nágrannar sem hvíla hlið við hlið í hjarta Evrópu hafa lengi vakið forvitni og áhuga ferðafólks enda áhugaverðir með eindæmum. Hér má finna ríka sögu, menningu, ljúffengan mat, hrífandi listir og hjartahlýtt fólk. Heimsókn til Hollands & Belgíu er algjör draumur fyrir þá sem sækja í innihaldsríka ferðaupplifun í faðmi litríkrar náttúru og hrífandi byggingalistar.
Við höfum tekið saman nokkrar áhugaverðar staðreyndir um þessi fallegu lönd.

Tengd ferð: Túlípanar & tréklossar í Hollandi & Belgíu

Bruges, Belgium. The Rozenhoedkaai canal in Bruges with the Belfry AdobeStock_277500121 (Large).jpeg

Saga og fornir sigrar

Belgía og Holland eiga heillandi sögu sem nær árþúsund aftur í tímann. Niðurlönd, sem við köllum yfirleitt Holland (þótt Holland vísi í raun aðeins til tveggja héraða), var mikið flotaveldi á 17. öld sem var einmitt gullöld Hollendinga í siglingu og verslun, vísindum og listum.

Belgía státar hins vegar af fornum borgum á borð við Brugge og Gent. Brugge, sem oft er kölluð ‘Feneyjar norðursins’ flytur þig aftur til miðalda með sinni fornu byggingarlist og fallegu síkjum.

Gósenlönd listarinnar

Þegar kemur að myndlist jafnast fáir staðir á við Belgíu og Holland. Þessi lönd hafa borið af sér meistara á borð við Rembrandt, Van Gogh, Vermeer og René Magritte. Þeir sem vilja drekka í sig listir og menningu geta víða sótt fjölbreytt listasöfn. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi og jafnvel kynnast nýjum listamönnum og listformum.

Ljúfmeti og lokkandi bragð

Belgískar vöfflur, súkkulaði og bjór þurfa engrar kynningar við enda hefur bragð þeirra glatt bragðlauka um allan heim. Belgar eru stoltir af bjórmenningu sinni og fjölbreytileika þegar kemur að bragði og áferð bjórs en þar má finna yfir 1.000 bjórtegundir, sem margar hverjar eru bruggaðar í klaustrum Trappistamunka.

Hefðbundnar belgískar vöfflur

Hollendingar bjóða svo upp á dýrindis góðgæti á borð við stroopwafels (þunnar karamellufylltar vöfflur), síldarsamlokur og guðdómlega osta.

Líf í blóma

Við tengjum flest Holland við túlípana og tréklossa en það sama getur einnig átt við í Belgíu. Þegar vorar verður Keukenhof garðurinn í Lisse í Hollandi að listaverki lita sem bera með sér von um bjartari tíma og léttleika vorsins.

Litríkir túlípanar og vindmyllur

Tungumál og menning

Íbúar beggja landa tala hollensku (flæmsku) þótt Belgía búi yfir meiri tungumálalegri fjölbreytni. Þar eru opinber tungumál þrjú, flæmska, franska og þýska. Hollendingar og Belgar eru þekktir fyrir að vera beinskeyttir í tali og góða færni í erlendum tungumálum.

'Gezelligheid’ er afskaplega mikilvægt hugtak í hollenskri menningu og snarast yfir á hið ástríka og ylhýra sem ‘notaleg samvera’. Hugtakið vísar til mikilvægis hlýju og þæginda og þess að njóta tíma með ástvinum. Þú munt eflaust finna fyrir þessari skemmtilegu stemningu á hollenskum kaffihúsum og torgum.

Depositphotos_45054237_xl-2015 Amsterdam cityscape (Large).jpg

Hjólaparadís

Ef það er eitthvað sem Holland er þekkt fyrir, fyrir utan túlípanana, þá eru það hjólreiðar. Flatt landslag og framúrskarandi innviðir gera Holland og Belgíu að algjörri paradís fyrir hjólreiðafólk. Það er fátt betra en að leigja sér hjól í borgum þessara landa og leyfa sér að líða um stígana og drekka í sig umhverfið og menninguna.

Holland og Belgía láta kannski ekki mikið yfir sér og falla oft í skuggann af vinsælum áfangastöðum á borð við Austurríki, Ítalíu og Suður-Frakkland. Belgía og Holland eru mögulega lágstemmd en fegurðin, sagan, menningin og matarupplifunin er einstök!

 

Tengdar ferðir




Póstlisti