Þórdís fararstjóri

Þórdís fararstjóri

 
Þórdís Erla ÁgústsdóttirÞórdís Erla er menntaður ljósmyndari og leiðsögumaður. Hún lærði ljósmyndun í Frakklandi í École Nationale Supérieure de la Photographie í Arles. Hún dvaldist langdvölum í Frakklandi eftir það við störf, gifti sig og átti dóttur sína, Lóu, í Marseille. Þórdís býr nú á Íslandi og starfar sem ljósmyndari og leiðsögumaður.
 
Þórdís Erla Ágústsdóttir hefur starfað sem fararstjóri í fjölmörg ár. Hún starfaði fyrst á Íslandi með franska, spánska, breska og ameríska ferðamenn. Á árunum 1993 til 1995 starfaði hún sem fararstjóri í Túnis með íslenska ferðamenn; 1996 á Spáni, nánar tiltekið í Benidorm fyrir ferðaskriftofuna Samvinnuferðir-Landsýn og 1997 og 1998 í Portúgal fyrir sömu ferðaskrifstofu. 
 
Hún hefur farið í styttri ferðir með stóra hópa, svo sem til Rómar, Túnis og síðast á vegum Bændaferða sem fararstjóri til Frakklands, annars vegar Suður-Frakklands og hinsvegar Normandie og Bretagne.
 

  
 


 
 

 

Tengdar ferðir