Kristín fararstjóri

Kristín fararstjóri

  
Kristín JóhannsdóttirKristín Jóhannsdóttir er fædd árið 1960 og uppalin í Vestmannaeyjum.  Eftir stúdentspróf frá MH lá leiðin til Noregs, en Kristín bjó í Osló og vann á skrifstofu Flugleiða í tvö ár. Eftir það fluttist hún til Þýskalands, en hún hefur búið bæði í austur og vesturhlutanum þ.e. Freiburg, Berlín, Leipzig og Frankfurt í 20 ár. Kristín stundaði nám í Freiburg, Berlín og Leipzig og lauk Magisterprófi í bókmenntum og sagnfræði árið 1991 frá Frei Universität í Berlín.  Að loknu Magisterprófi hefur hún unnið sem fréttaritari Ríkisútvarpsins frá 1991 til 2001, en árið 1994 tók hún þýskt fararstjórapróf hjá Zugvogel og hóf að taka að sér fararstjórn innanlands í Þýskalandi, í Noregi og Tékklandi.

Frá 2000 til 2004 bjó Kristín í Frankfurt og sá um kynningardeild Icelandair. Fyrir rúmlega 6 árum fluttst hún aftur til Íslands og býr nú á æskustöðvunum í Eyjum og sér þar um menningar- ferða- og markaðsmál.

Uppáhalds borgin hennar er Berlín, en þar bjó húní 12 ár, þekkir borgina mjög vel og upplifði þar m.a. fall Berlínarmúrsins árið 1989. Kristín hefur um árabil verið við fararstjórn í Berlín fyrir íslenskar, sem og erlendar ferðaskrifstofur.

Síðan árið 2006 hefur Kristín farið fyrir hópum Ferðaþjónustu bænda / Bændaferða í ferðir um austurhluta Þýskalands og á söguslóðir Berlínar, um Svartaskóg, til Sviss og Frakklands.

Í gegnum starfið við kynningarmál hjá Icelandair hefur Kristín einnig fengið tækifæri til að kynnast mörgum fylkjum og borgum í Bandaríkjunum. New York er alltaf jafn spennandi, en þar hefur hún verið tíður gestur. 

 


 

Kristín er fararstjóri í ferðinni: 

 


 

Umsagnir farþega um Kristínu:
Kristín Jóhannsdóttir

 

 
„Hún er einstök,  kann sitt starf og er mjög þægileg viðræðu.“
 
„Kristín passar vel uppá að enginn verði útundann, segir skemmtilega frá og er mjög fróð um alla staðhætti.“
 
„Gerði ferðina mjög áhugaverða og skemmtilega. Kristín segir skemmtilega frá, er skipulögð og skilar starfi sínu mjöl vel.“
 
„Kristín er geysilega fróð og gaman að hlusta á hana segja frá.“
 
„Hiklaust er hægt að mæla með Kristínu. Hún er afar þægileg og hélt vel utan um hópinn. Gerði ferðina bæði skemmtilega og fróðlega.“
 
„Hún er frábær, fróð og þægileg í allri umgengni. Hún vildi allt fyrir okkur gera og var alltaf til taks.“
 
„Kristín var góður fararstjóri. Skipulögð og notaleg, hefur góðan húmor og segir skemmtilegar sögur úr lífinu.“
 
„Kristín er fróð um þá staði og svæði sem hópurinn ferðaðist um og býr yfir eiginleikum sem fararstjórar þurfa að hafa: skapprýði, þolinmæði, sveigjanleiki, hefur góða málakunnáttu og vilja til að greiða úr málum.“

Vísur frá farþegum:


Sanssouci

Friðriks mikla fögur höll
full er auðs með gnóttir.
Kann um hana kynstrin öll
Kristín Jóhannsdóttir 

Spreewald

Fór í Spreewald flokkur vor
Og ferðaðist á bátum.
Allir sýndu þrek og þor,
en þó með engum látum.

Dresden

Fram til Dresden fórum hratt
Með fararstjóra röskum,
Í rútunni þá gerðist glatt,
Er glamra tók í flöskum.


 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti