Gunnhildur fararstjóri

Gunnhildur fararstjóri

 
Gunnhildur GunnarsdóttirÉg heiti Gunnhildur Gunnarsdóttir og er fædd og uppalin í Reykjavík. Eftir stúdentspróf flutti ég til Austurríkis og stundaði háskólanám í borginni Graz. Þaðan lá leiðin til Vínarborgar þar sem ég lærði leiðsögumennsku og er því löggiltur leiðsögumaður í Austurríki. Í Vín vann ég í tíu ár sjálfstætt við ferðamál. Á 18 ára dvöl minni í Austurríki tók ég á móti fjöldamörgum hópum í Vínarborg en eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að kynna fólki þessa yndislegu borg. Ég hef leiðsagt um alla Evrópu og unnið sem fararstjóri í Bodrum á Tyrklandi.
 
Frá Vínarborg lá leiðin til Malasíu og ég bjó í Kuala Lumpur í þrjú ár. Eftir mikil ferðalög um Asíu fór ég að skipuleggja ferðir og vera fararstjóri með hópa í þessum heimshluta.
 
Árið 2009 var aftur flutt heim og hef ég síðan starfað sem kennari við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í þýsku og ferðamálafræði. Íþróttaáhugi er mikill hjá mér. Ég elska allskyns hreyfingu, göngur og er mikið fyrir boltaíþróttir. Það mætti kannski segja að ég sé hrapandi stjarna í körfubolta en spila samt ennþá með því frábæra liði "Dætur Jordans".
 
 


 
Gunnhildur er fararstjóri í ferðinni Dólómítar & dalalíf 18. - 26. júní 2016
 
 
 
 

 

Tengdar ferðir
Póstlisti