Guðlaugur fararstjóri

Guðlaugur fararstjóri

 
Gudlaugur Gunnarsson 
Guðlaugur Gunnarsson
er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Eftir guðfræðinám við Háskóla Íslands hélt hann ásamt fjölskyldu sinni til Eþíópíu til starfa á vegum Sambands íslenskra kristniboðsfélaga frá upphafi árs 1983.

Hann var við málanám í Addis Ababa fyrsta árið en starfaði síðan á ýmsum stöðum og við fjölbreytilegar aðstæður í suðurhluta landsins við margs konar verkefni tengd heilsugæslu, fræðslu, safnaðarstarfi, uppbyggingu og stjórnun allt fram á mitt ár 1998. Hann talar Amharísku, sem er ríkismál Eþíópíu, reiprennandi og er m.a. oft fenginn sem túlkur hér heima. Guðlaugur þekkir afar vel til siða og menningar hinna ýmsu þjóðflokka, einkum í suðurhluta landsins. Á einstakan hátt kynnir hann m.a. söguna, byggingalist, jarðfræði, dýralíf og ekki síst hið daglega líf í landinu.
 
Eftir komuna til Íslands nam Guðlaugur kerfisfræði við Háskólann í Reykjavík og hefur starfað hjá Landsbankanum við hugbúnaðargerð tengda gagnagrunnum bankans síðan 2001.

Guðlaugur fór í mjög vel heppnaða ferð sem fararstjóri til Eþíópíu fyrir Bændaferðir í október 2012, þar sem hann á persónulegan hátt kynnti land og þjóð.
 
 
 


  
Árið 2013 fer Guðlaugur í ferðina  Eþíópía - forn og framandi 3. - 18. október 2013
 


 
Umsagnir farþega um Guðlaug Gunnarsson

Eþíópía – forn og framandi 2012

 


 

„Frábær leiðbeinandi, sögumaður og ferðafélagi. Hann er ósérhlífinn og leggur allt í þetta.“

 

„Frábær fararstjóri og mikill kostur að hann skuli tala amharísku.“

 

„Hann er mjög fróður um land og þjóð og talar mál innfæddra. Skipulagður og hugulsamur.“

 

„Hann þekkir Eþíópu mjög vel, veit hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Hann er nærgætinn, hlý og skemmtilegur.“
 
 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti