Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

 
Vasagangan 6. mars 2015mynd_1.jpg
Gangan fer fram sunnudaginn 6. mars og er gengin 90 km leið. Gengið er milli bæjanna Sälen og Mora í Svíþjóð, en þetta er lengsta og fjölmennasta almenningsganga í heimi. Þeir sem hraðast fara yfir eru rúmlega fjóra tíma og þeir sem ganga hægast eru allt upp í tólf tíma að skila sér í mark. Þess má geta að klára þarf gönguna á innan við tólf tímum og á hverri drykkjarstöð detta þátttakendur úr keppni sem ekki eru komnir á tilsettum tíma lenda á kaðlinum, eins og það er nefnt. Þetta er mjög krefjandi ganga og ætti enginn að taka þátt sem ekki er vel undirbúinn. Sigurinn verður líka mun sætari fyrir vikið. Auðvitað þarf ekki að taka fram að rétti áburðurinn skiptir einnig mjög miklu máli.
 
Vefsíða keppninnar
 
 
 
Saga VasagöngunnarSaga keppninnar nær aftur til 14. aldar

Saga keppninnar nær aftur til 14. aldar, þegar Svíar voru þvingaðir í þjóðarbandalag með Dönum og Norðmönnum, sem margir Svíar voru ekki ánægðir með. Á 16. öld sauð upp úr og fór Gustav Vasa þar hvað harðast fram en þurfti að lúta í lægra haldi. Vasa hélt af stað á skíðum norður á bóginn frá Mora, en á eftir honum voru sendir tveir skíðamenn sem náðu honum við bæinn Sälen, þar sem þeir tilkynntu honum um blóðbað í Stokkhólmi sem Danakonungur hafði fyrirskipað. Þeir töldu hann á að snúa við því hann væri kominn með bandamenn sem myndu berjast við Dani við hlið hans. Vasa sneri við og náði ásamt bandamönnum sínum að losa Svíþjóð undan Danakonungi og varð hann síðan sjálfur konungur Svíþjóðar.
 
Þessa sögu skrifaði og birti ristjóri Vestmanslands Läns Tidning árið 1922 og mánuði síðar var ákveðið að fyrsta Vasagangan færi fram. Ári síðar, 1923, tók fyrsta konan þátt í keppninni, en konum var síðar meinuð þátttaka, og það var ekki fyrr en 58 árum síðar, árið 1981 að konum var leyft að taka þátt. Ebenez Þórarinsson tók árið 1952, fyrstur Íslendinga, þátt í Vasagöngunni og síðan þá hafa fjölmargir Íslendingar spreytt sig á þessari krefjandi göngu.
 

 



 
Ferðalýsing 3. – 8. mars 2015

Eftirfarandi dagsskipulag er til viðmiðunar fyrir þátttakendur í Vasagöngunni 2016.


 
3. mars                       Keflavík – Stokkhólmur - Mora

mynd_3.jpg

Brottför frá Keflavík kl. 7:35 og lending á Arlanda flugvelli í Stokkhólmi kl. 11:30. Á flugvellinum í Stokkhólmi er bílaleigubíllinn sóttur, en athugið að það borgar sig svo sannarlega að bóka bílaleigubíl tímanlega, því aðsóknin er mikil vegna Vasagöngunnar (sérstaklega ef sóst er eftir stórum bíl). Ekið sem leið liggur til Mora og má gera ráð fyrir að aksturinn taki rúmlega 4 klst. Flestir sem taka þátt í Vasagöngunni kaupa heima-gistingu og því fyrr sem gisting er pöntuð, því betri staðsetningu er hægt að fá.

 
Við aðstoðum að sjálfsögðu við að bóka gistingu, sé þess óskað, en heimagistingu í Mora eða Sälen er hægt að bóka á vefsíðu Visit Dalarna. Heimagisting kostar ca. SEK 500 – 550 á mann á nótt. Uppábúin rúm og handklæði, ásamt aðgangi að eldhúsi og baði. Yfirleitt er einnig smuraðstaða í bílskúr eða í rými hjá húsráðanda. 

 
 
4. mars                       Keppnisnúmer sótt – aðstæður kannaðar

mynd_4.jpgEftir staðgóðan morgunverð er upplagt að drífa í að sækja keppnisnúmerið, en fyrir brottför hefur hver og einn keppandi fengið sendan staðfestingarpóst frá Vasaloppet með keppnisnúmeri og nánari upplýsingum um hvenær og hvar er hægt að sækja keppnisgögn (við bókun í Vasagönguna þarf keppandi að gefa upp hvort sækja eigi keppnisgögnin í Mora eða Sälen). Það er einnig tilvalið að kynna sér aðeins aðstæður, jafnvel keyra upp til Sälen til að skoða startið og einnig er hægt að stoppa við Evertsberg, en þar er leiðin hálfnuð. 

 
Ef þú ætlar að láta smyrja skíðin fyrir þig, er einnig mikilvægt að kanna þennan dag á nokkrum stöðum hvar hagstæðast sé að láta smyrja og um að gera að kanna hvort ekki sé hægt að ná verðinu eitthvað niður, sérstaklega ef nokkrir hópa sig saman. Ekki spurning að snæða pasta í kvöld, en yfirleitt er erfitt að fá borð á veitingastöðum, svo það væri sterkur leikur að taka frá borð,
sérstaklega ef margir ætla að borða saman. 

 
 
5. mars                       Hvíldardagur fyrir keppnisdag

mynd_6.jpgHvíldardagur fyrir keppni. Þennan dag er mikilvægt að taka því rólega. Margir eru að smyrja (þeir sem smyrja sjálfir geta fengið uppskrift á „Vasaloppsmässan“, en þar er einnig hægt að kaupa allt sem til þarf). Einnig þarf að gera allt klárt fyrir keppnina, töskuna sem á að bíða í markinu, merkja skíðin, pokann sem skilinn er eftir í startinu, hafa keppnisfötin klár og svo framvegis. Svo er það auðvitað pasta í kvöldmatinn og mikilvægt að fara snemma að sofa. 

 
 
6. mars                       Keppnisdagur

Í dag þarf að fara snemma á fætur, nánar tiltekið um miðja nótt, til að annað hvort keyra til Sälen þar sem startið er eða taka rútuna. Allar upplýsingar um rútuna eru á heimasíðu keppninnar, en einnig verður farið yfir fyrirkomulagið varðandi sjálfa keppnina á undirbúningsfundi hjá Bændaferðum fyrir ferð.

mynd_5.jpg 
Opnað er inn í starthólfin í Sälen kl. 5:30 og síðan er startið kl. 8:00. Farið verður vel yfir þetta allt saman á undirbúningsfundinum, ásamt ferlinu þegar að ánægðir en þreyttir þátttakendur koma í mark í Mora. Þetta kvöld langar nú sennilega fæsta í pasta – enda algerlega ástæða til að fagna árangri dagsins, en nauðsynlegt er að vera búin að taka frá borð á veitingastað. 


 
7. mars                       Hvíld – ferð til baka til Stokkhólms

Sumir vilja nú sofa aðeins út þennan dag, á meðan að aðrir vilja drífa sig af stað. Það þarf kannski að hreinsa skíðin áður en lagt er af stað, en nú er síðan bara að pakka niður og halda í rólegheitum til Stokkhólms. Skemmtilegur endir á góðri ferð að gista á góðu hóteli í miðbæ Stokkhólms. 

 
 
8. mars

Eftir morgunverð er haldið út á flugvöll og flogið heim kl. 13:35. Lending í Keflavík kl. 15:45 að staðartíma. 


 


 
 
 
Verð: 29.900 kr. á mannmynd_7.png
 
 
 
Innifalið

• Númer í Vasagönguna þann 6. mars 2016.
• Aðgangur að glæsilegri sýningu (Expo) í Mora.
• Tímaflaga. 

 
Haldinn verður fundur með þátttakendum nokkru fyrir ferð, til skrafs og ráðagerða varðandi undirbúning og praktísk atriði.

 

 
 
 
 
 
 
Vasaloppet - kort

 
 
 
 

Vasaloppet - profil
 
 
 
 
 
 
Ferðaskilmálar Bændaferða
 
 
 
 

 

Tengdar ferðir




Póstlisti