Ferðalýsing & verð

Ferðalýsing & verð

02_Oberstdorf_Kleinwalsertal-Langlauf.jpg

Svæðið
Oberstdorf er einstaklega fallegt alpaþorp sem liggur við rætur fjallsins Nebelhorn (2.224 m). Aðstæður til
skíðaiðkunnar eru frábærar, en heimsmeistaramótið í norrænum greinum var haldið þar árin 1987 og 2005. Skíðabrautirnar eru fjölbreyttar, fyrst og fremst bláar og rauðar, en einnig nokkrar svartar. Samtals eru brautir skíðasvæðisins í Oberstdorf, Kleinwalsertal og nágrannabæja eru um 120 km langar. Hægt er að leigja skíði í bænum og þar eru einnig skíðaskólar sem bjóða upp á sérstök gönguskíðanámskeið og einkakennslu. Einnig eru fjölmargir möguleikar fyrir skemmtilegar dagsferðir, m.a. upp í Spielmannsau og í Kleinwalsertal, sem reyndar tilheyrir Austurríki. Upplagt að taka kláfinn upp á Nebelhorn, fá sér sæti í veitingaskálanum og njóta stórfenglegs útsýnis til allra átta.
 

Heimasíða Oberstdorf er: www.oberstdorf.de
Heimasíða Kleinwalsertal er: www.kleinwalsertal.com 
 
 

Flugið

Flogið verður með Icelandair til München og tekur flugið um 4 klst. Þaðan eru um 200 km til Oberstdorf og má gera ráð fyrir að rútuferðin taki rúmlega 2  klst.

 

06.02.2016      Keflavík – München              FI 532             07:20 – 12:05
13.02.2016      München – Keflavík              FI 533             13:05 – 16:00 
 
 

Hótelið

04_Oberstdorf_weinklause-apart-hotel.jpgGist verður í 7 nætur á 3* Hotel Weinklause í bænum Oberstdorf. Öll herbergi hótelsins eru heimilisleg í hefðbundnum sveitastíl með sturtu / baðkari, síma og sjónvarpi. Hótelið er sérlega vel staðsett, en aðeins eru um 2 mínútna gangur að skíðagöngubrautunum sem liggja um stórbrotið landslag svæðisins sem og í miðbæinn.

Á hótelinu er að finna einstaklega glæsilega heilsulind, en þar er að finna úrval af sauna, gufuböðum og slökunarsvæðum. Gestir fá einnig tækifæri til að nýta sér glæsilega aðstöðu Oberstorf Therme, heilsulindinni í næsta húsi við hótelið, en þar er að finna innisundlaug, sauna og gufuböð ásamt því að hægt er að panta ýmsar tegundir af nuddi gegn gjaldi. Svo fullkomlega verður hægt að láta líða úr sér eftir dásamlegan skíðagöngudag.

 


Verð: 204.300 kr. á mann í tvíbýli.             Mikið innifalið – athugið sérstaklega!

Aukagjald fyrir einbýli er 14.600 kr.  
 
 

Innifalið05_ Oberstdorf.jpg

 • Flug með Icelandair til München og flugvallarskattar.
 • Ferðir á milli flugvallarins í München og hótelsins í Oberstdorf.
 • Gisting 7 nætur í tveggja manna herbergi með baði á þriggja stjörnu hóteli í Oberstdorf.
 • Glæsilegt morgunverðarhlaðborð.
 • Þriggja rétta kvöldverður, þar sem eru mismunandi áherslur á hverju kvöldi.
 • Aðgangur að heilsulind hótelsins
 • tvisvar aðgangur að heilsulindinni Oberstdorf Thermal
 • Íslenskir fararstjórar leiðbeina og verða hópnum innan handar.

 

Ekki innifalið

 • Hádegisverðir.
 • Aukagjald fyrir skíði í flug, 4.800 kr. / € 31 á fluglegg.
 • Forfalla- og ferðatrygging.

 


Ferðaskilmálar Bændaferða

 

Tengdar ferðir