Fararstjórar Hulda & Guðlaug

Fararstjórar Hulda & Guðlaug

 
Hulda Karen Daníelsdóttir 
Hulda Karen Daníelsdóttir
bjó í Winnipeg, Manitoba á árunum 1977-1994 og brautskráðist frá Manitobaháskóla með M.Ed. gráðu. Hún er nú verkefnastjóri og kennsluráðgjafi, stýrir fjölmörgum verkefnum og veitir skólum ráðgjöf vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál.
 
Hún kenndi ensku og leiklist í Borgarholtsskóla um árabil og hefur verið stundakennari í HÍ. Í Winnipeg kenndi hún íslensku við Manitobaháskóla og var ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu.
 
Áhugmál Huldu Karenar eru bókmenntir og gönguferðir. Hulda Karen var fararstjóri í ferð Ferðaþjónustu Bænda á Íslendingaslóðir í Bandaríkjunum og Kanada í ágúst 2008.

 

 
 
 
 
 
 
  
Guðlaug RichterGuðlaug Richter
bjó í Seattle á árunum 1979-1984 og hefur ferðast vítt og breitt um Bandaríkin. Hún er með BA-próf í íslensku og MLIS-próf í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað við textagerð og viðskiptastjórn á auglýsingastofunni ENNEMM síðastliðin 15 ár.  
 
Eftir Guðlaugu hafa komið út fjölmargar barna- og unglingabækur bæði frumsamdar og þýddar. Helstu áhugamál auk bókmennta eru útivist og göngur.
 
 
 

 

 

 
 
 

 

 

 

Tengdar ferðir