Á gönguskíðum í Pontresina
25. janúar - 1. febrúar 2025 (8 dagar)
Tignarlegir tindar, jöklar og dásamlegur furuskógur umkringja friðsæla bæinn Pontresina sem er frábær áfangastaður fyrir vetrarfrí á gönguskíðum. Pontresina er í 1805 metra hæð yfir sjávarmáli og er staðsettur í Engadin dalnum sem býður upp á allt það besta til að gera ferðina að ógleymanlegu vetrarævintýri. Á svæðinu er um 220 km af skíðabrautum sem teygja sig í kringum Engadin vötnin og um fallega hliðardali. Gist verður á góðu hóteli í Pontresina en þar er innifalinn morgunverður og fjögurra rétta sælkerakvöldverður. Á hótelinu er notaleg heilsulind með sauna, eimbaði og nuddpotti. Flogið er með Icelandair til Zürich og ekið sem leið liggur til Pontresina.
Í þessari skíðagönguferð er ekki skipulögð skíðakennsla og því hentar hún ekki fyrir byrjendur.